Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2024 20:04 Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna, sem segir stöðu sauðfjárræktarinnar mjög bjarta. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Lömbin koma væn af fjalli og eru harðholda “segir fjallkóngur Hrunamanna en réttað var í Hrunaréttum Í Hrunamannahreppi í dag og í Skaftholtsréttum í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira