Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 08:52 Stéttarfélagið Efling stóð á fimmtudag fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. „Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
„Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44