Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2024 20:06 Ólafur Dýrmundsson, sauðfjárbóndi í Reykjavík, sem er búin að halda kindur í höfuðborginni í 67 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun. Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira