Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2024 20:06 Ólafur Dýrmundsson, sauðfjárbóndi í Reykjavík, sem er búin að halda kindur í höfuðborginni í 67 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun. Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira