Innlent

Til­kynnt um ís­björn og þyrla gæslunnar ræst út

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna tilkynningarinnar. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna tilkynningarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum. þar segir að lögreglan hafi í samráði við Umhverfisstofnun kallað út þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þar að auki er björgunarbáturinn Kobbi Láka frá Bolungarvík notaður til að fara á staðinn með tvo lögreglumenn frá Ísafirði.

„Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu.

Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×