Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 15:51 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. „Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira