Fjárfesting í háskólum Magnús Karl Magnússon skrifar 22. september 2024 10:32 Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Magnús Karl Magnússon Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun