Lífið

Ebba Katrín og Oddur keyptu hús í mið­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ebba Katrín og Oddur 
Ebba Katrín og Oddur 

Leikaraparið Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson hafa fest kaup á fallegu 126 fermetra parhúsi í hjarta miðborgarinnar. Parið greiddi 111,5 milljónir fyrir eignina.

Húsið var byggt árið 1925 og býr yfir miklum sjarma. Eignin er á þremur hæðum og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

Sjarmerandi stíll  

Húsið hef­ur verið gert upp á heill­andi máta síðastliðin ár með tilliti til upprunalegs stíls þess. Franskir gluggar, stíflakkaðir hurðarkarmar og veglegur viðarstigi setur sterkan svip á heildarmyndina. Í eldhúsinu er nýleg súkkulaðibrún innrétting á tvo vegu með góðu vinnuplássi. Á veggnum má sjá hinar tímalausu subway-flísar sem gefa rýminu mikinn karakter.

Útgengt er úr alrýminu um tvöfalda franska hurð í ævintýralegan bakgarð með viðarpalli.

Ebba Katrín hefur nýlega hlotið mikla athygli fyrir leik sinn, bæði á sviði og á skjánum. Hún starfar sem stendur í Þjóðleikhúsinu þar sem hún leikur í einleiknum Orð gegn orði, Frosti og Ellen B.

Hún hefur komið fram í sýningum og sjónvarpsþáttum á borð við Rómeó og Júlíu, Venjulegt fólk, Mannasiðir, Agnes Joy og Húsó. Þá lék hún Uglu í leikritinu Atómstöðinni-endurliti og fékk Grímuverðlaun fyrir.

Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2013. Hann stundaði einnig dansnám við Listdansskóla Íslands. Hann leikur í Múttu Courage og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur. 

Áður hefur hann m.a. leikið hér í Sem á himni, Ástu, Framúrskarandi vinkonu, Kardemommubænum, Slá í gegn, Ronju ræningjadóttur. Þá lék í kvikmyndunum Málmhausi, Vargi og Gullregni og þáttaröðunum Pabbahelgum og Ráðherranum. 


Tengdar fréttir

Ebba Katrín valin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2024. Hún var titluð í gær en hefð er fyrir því í bænum að veita titilinn síðasta vetrardag hvers árs. 

Fjallkonan í ár er Ebba Katrín

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti á­varp á há­tíðar­at­höfn á Austur­velli í dag.

Ebba Katrín og Oddur trú­lofuðu sig í Flatey

Leikararnir Ebba Katrín Finns­dóttir og Oddur Júlíus­son trú­lofuðu sig um helgina. Ebba Katrín frá þessu á sam­fé­lags­miðlum sínum en mbl.is greindi fyrst frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.