Þurfa að skila útprentuðum eyðublöðum því ekki tókst að uppfæra Völu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 06:51 Helgi segir miður að ekki hafi tekist að koma skráningunni að rafrænni fyrir fyrra vetrarfríi en þetta verði komið í lag fyrir jólafríið. Vísir/Ívar Fannar og Arnar Sú breyting var gerð hjá Reykjavíkurborg í haust að ætli foreldrar að hafa börn sín í leikskóla í haust- og vetrarfríi grunnskóla og jólafríi þurfa foreldrar að skrá börnin sérstaklega í vistun. Foreldrum var tilkynnt um þessa breytingu um miðjan september. Ekki náðist þó í tæka tíð að gera foreldrum kleift að skrá börnin í vistun í Völu og því þurfa allir foreldrar leikskólabarna í Reykjavík að skila útprentuðu eyðublaði til leikskólastjóra ætli þau að hafa börnin í leikskóla í þessum fríum. Vala leikskóli er þjónustugátt fyrir foreldra og forráðafólk með leikskólaumsóknum og samtímis er það þjónustuapp. Leikskólakerfi Völu er ætlað að auðveldaa og einfaldar alla umssýslu varðandi leikskólarekstur fyrir sveitarfélög. Í bréfi sem sent var á foreldra allra leikskólabarna þann 12. september kom fram að leikskólagjöld verði felld niður ákveðna daga í vetur og vistun sé valkvæð þessa daga. Fram kom í bréfinu hvaða dagar þetta væru og tekið fram að foreldrar fengju góðan fyrirvara til að skrá börn sín í leikskólann. Prentað eyðublað Annað bréf var svo sent á foreldra í gær þar sem kom fram að fyrra vetrarleyfi væri frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudeginum 28. október 2024. Til að skrá börnin í leyfi þurfi foreldrar að prenta út eyðublað og skila því til leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Það verði svo afhent Þjóðskjalasafni. Foreldrar þurfa að skrá börnin í vistun í vetrarfríum, jólafríi og páskafríi.Vísir/Arnar Til að skrá börn í vistun á fyrrnefnda daga þurfa foreldrar eða forsjáraðilar að fylla út eyðublað fyrir hvert tímabil innan skráningarfrests og skila til leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Einnig er hægt að nálgast eyðublaðið hjá leikskólastjóra. Opnað verður fyrir skráninguna á fimmtudaginn 26. september og lokað fyrir hana 10. október. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu á samfélagsmiðlum og furða margir foreldrar sig á því. „Ég var að fá tölvupóst um að í vetur þurfi ég fjórum sinnum að skrá Sindra og Jökul sérstaklega í leikskólann með því að prenta út þar til gert eyðublað, fylla það út og afhenda leikskólastjórunum. Það er ekki í boðið að velja í upphafi árs vistun öll tímabilin og þetta er ekki rafrænt. Það eru um 6300 leikskólabörn í Reykjavík, svo þarna eru um 25.000 eyðublöð sem skapast við að svara einföldum já/nei spurningum. Smáa letrið segir svo að leikskólastjórum sé skylt að afhenda Þjóðskjalasafni eyðublöðin til varðveislu,“ segir Guðný Hrafnkelsdóttir á Facebook um málið. Undirritað með fjaðurpenna Fjölmargir hafa skilið eftir athugasemd við færsluna og segja þetta galið, spes og skrítið. Þá velta margir því fyrir sér hvers vegna ekki er hægt að bjóða upp á að gera þetta rafrænt í Völu sem er það app sem foreldrar nota almennt til að eiga samskipti við leikskólann. Þábenda einhverjir á að milljónum hafi verið varið í að gera Reykjavík stafræna en samt þurfi foreldrar að skila útprentuðu blaði. „Í smáa smáa letrinu kemur fram að þetta þurfi líka að vera undirritað með fjaðurpenna,“ segir ein á meðan annar grínar með mikilvægi þess að Þjóðskjalasafnið fái þessar upplýsingar. „Þetta er nú afar mikilvæg heimild fyrir framtíðina, að vita hvaða barn mætti í leikskólann í dymbilvikunni 2025. Þjóðskjalasafnið örugglega ánægt að fá þessa 2-3 hillumetra af útfylltum eyðublöðum frá leikskólum Rvíkurborgar.“ Stýra ekki Völunni sjálf Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir Völu í einkaeigu. Þau hafi reynt að hafa þetta rafrænt en fengið þau skilaboð frá eigendum Völu að ekki tækist að gera það fyrir áramót. „Því miður stýrum við ekki Völunni. Eigendur hennar gátu ekki gert þessar breytingar með þeim fyrirvara sem við höfðum,“ segir Helgi og að fyrirvarinn hafi þó verið nokkrar vikur. InfoMentor keypti Völu nýlega af Advania og tók strax við rekstrinum. Helgi segir að í næsta leikskólafríi ætti því að vera búið að koma þessari skráningu að í Völu þannig foreldrar þurfi ekki að prenta út eyðublað til að skrá barnið í vistun. „Þegar kemur að jólum þá verður þetta orðið rafrænt.“ Hann segir foreldra geta spurt leikskólastjóra hvort þeir megi skila eyðublaðinu rafrænt. „Ef foreldrar geta ekki prentað út þá mega þeir slá upplýsingar inn í eyðublaðið og senda á leikskólastjóra,“ segir Helgi. Það sé þó best að það sé gert í samráði við leikskólastjórann svo skráningin komst örugglega til skila. Börnin ekki skráð í frí en í fríi Í bréfi skóla- og frístundasviðs kom fram að ástæðan fyrir þessari breytingu væri að í gegnum tíðina hefðu foreldrar þurft að skrá börnin sín sérstaklega í frí til að fá niðurfellingu gjalda. Sú niðurfelling fékkst þó yfirleitt bara ef fólk hafði börnin í frí alla dagana. „Reynslan varð sú að hluti foreldra sótti ekki um niðurfellingu á gjöldum en börnin voru samt í fríi. Breyting á þessu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að þeir sem ekki nýta vistun þessa daga fái lækkun sem því nemur sem og að ná fram betri nýtingu á innkaupum á mat og auðvelda leikskólastjórnendum skipulag leikskólastarfsins,“ segir í bréfinu og að sama fyrirkomulag sé við lýði í frístund í Reykjavík. Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ekki náðist þó í tæka tíð að gera foreldrum kleift að skrá börnin í vistun í Völu og því þurfa allir foreldrar leikskólabarna í Reykjavík að skila útprentuðu eyðublaði til leikskólastjóra ætli þau að hafa börnin í leikskóla í þessum fríum. Vala leikskóli er þjónustugátt fyrir foreldra og forráðafólk með leikskólaumsóknum og samtímis er það þjónustuapp. Leikskólakerfi Völu er ætlað að auðveldaa og einfaldar alla umssýslu varðandi leikskólarekstur fyrir sveitarfélög. Í bréfi sem sent var á foreldra allra leikskólabarna þann 12. september kom fram að leikskólagjöld verði felld niður ákveðna daga í vetur og vistun sé valkvæð þessa daga. Fram kom í bréfinu hvaða dagar þetta væru og tekið fram að foreldrar fengju góðan fyrirvara til að skrá börn sín í leikskólann. Prentað eyðublað Annað bréf var svo sent á foreldra í gær þar sem kom fram að fyrra vetrarleyfi væri frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudeginum 28. október 2024. Til að skrá börnin í leyfi þurfi foreldrar að prenta út eyðublað og skila því til leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Það verði svo afhent Þjóðskjalasafni. Foreldrar þurfa að skrá börnin í vistun í vetrarfríum, jólafríi og páskafríi.Vísir/Arnar Til að skrá börn í vistun á fyrrnefnda daga þurfa foreldrar eða forsjáraðilar að fylla út eyðublað fyrir hvert tímabil innan skráningarfrests og skila til leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Einnig er hægt að nálgast eyðublaðið hjá leikskólastjóra. Opnað verður fyrir skráninguna á fimmtudaginn 26. september og lokað fyrir hana 10. október. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu á samfélagsmiðlum og furða margir foreldrar sig á því. „Ég var að fá tölvupóst um að í vetur þurfi ég fjórum sinnum að skrá Sindra og Jökul sérstaklega í leikskólann með því að prenta út þar til gert eyðublað, fylla það út og afhenda leikskólastjórunum. Það er ekki í boðið að velja í upphafi árs vistun öll tímabilin og þetta er ekki rafrænt. Það eru um 6300 leikskólabörn í Reykjavík, svo þarna eru um 25.000 eyðublöð sem skapast við að svara einföldum já/nei spurningum. Smáa letrið segir svo að leikskólastjórum sé skylt að afhenda Þjóðskjalasafni eyðublöðin til varðveislu,“ segir Guðný Hrafnkelsdóttir á Facebook um málið. Undirritað með fjaðurpenna Fjölmargir hafa skilið eftir athugasemd við færsluna og segja þetta galið, spes og skrítið. Þá velta margir því fyrir sér hvers vegna ekki er hægt að bjóða upp á að gera þetta rafrænt í Völu sem er það app sem foreldrar nota almennt til að eiga samskipti við leikskólann. Þábenda einhverjir á að milljónum hafi verið varið í að gera Reykjavík stafræna en samt þurfi foreldrar að skila útprentuðu blaði. „Í smáa smáa letrinu kemur fram að þetta þurfi líka að vera undirritað með fjaðurpenna,“ segir ein á meðan annar grínar með mikilvægi þess að Þjóðskjalasafnið fái þessar upplýsingar. „Þetta er nú afar mikilvæg heimild fyrir framtíðina, að vita hvaða barn mætti í leikskólann í dymbilvikunni 2025. Þjóðskjalasafnið örugglega ánægt að fá þessa 2-3 hillumetra af útfylltum eyðublöðum frá leikskólum Rvíkurborgar.“ Stýra ekki Völunni sjálf Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir Völu í einkaeigu. Þau hafi reynt að hafa þetta rafrænt en fengið þau skilaboð frá eigendum Völu að ekki tækist að gera það fyrir áramót. „Því miður stýrum við ekki Völunni. Eigendur hennar gátu ekki gert þessar breytingar með þeim fyrirvara sem við höfðum,“ segir Helgi og að fyrirvarinn hafi þó verið nokkrar vikur. InfoMentor keypti Völu nýlega af Advania og tók strax við rekstrinum. Helgi segir að í næsta leikskólafríi ætti því að vera búið að koma þessari skráningu að í Völu þannig foreldrar þurfi ekki að prenta út eyðublað til að skrá barnið í vistun. „Þegar kemur að jólum þá verður þetta orðið rafrænt.“ Hann segir foreldra geta spurt leikskólastjóra hvort þeir megi skila eyðublaðinu rafrænt. „Ef foreldrar geta ekki prentað út þá mega þeir slá upplýsingar inn í eyðublaðið og senda á leikskólastjóra,“ segir Helgi. Það sé þó best að það sé gert í samráði við leikskólastjórann svo skráningin komst örugglega til skila. Börnin ekki skráð í frí en í fríi Í bréfi skóla- og frístundasviðs kom fram að ástæðan fyrir þessari breytingu væri að í gegnum tíðina hefðu foreldrar þurft að skrá börnin sín sérstaklega í frí til að fá niðurfellingu gjalda. Sú niðurfelling fékkst þó yfirleitt bara ef fólk hafði börnin í frí alla dagana. „Reynslan varð sú að hluti foreldra sótti ekki um niðurfellingu á gjöldum en börnin voru samt í fríi. Breyting á þessu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að þeir sem ekki nýta vistun þessa daga fái lækkun sem því nemur sem og að ná fram betri nýtingu á innkaupum á mat og auðvelda leikskólastjórnendum skipulag leikskólastarfsins,“ segir í bréfinu og að sama fyrirkomulag sé við lýði í frístund í Reykjavík.
Vala leikskóli er þjónustugátt fyrir foreldra og forráðafólk með leikskólaumsóknum og samtímis er það þjónustuapp. Leikskólakerfi Völu er ætlað að auðveldaa og einfaldar alla umssýslu varðandi leikskólarekstur fyrir sveitarfélög.
Reykjavík Grunnskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira