Íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts Ibrahims Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 21:10 Ibrahim var aðeins átta ára þegar hann lést. Fjölskylda Ibrahim Shah Uz-Zaman íhuga að fara í skaðabótamál vegna andláts hans. Hann lést 30. október á síðasta ári í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði. Rannsókn lögreglu lauk í janúar á þessu ári en enn er málið hjá ákærusviði og ekki verið tekin ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru. Ökumaður steypubílsins sem ók á Ibrahim hefur stöðu sakbornings. Fjallað var um málið í Kastljósi á RÚV í kvöld og rætt við móður hans, Robinu Uz-Zaman. Ibrahim var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu. Í viðtalinu segir Robina mikilvægt að reglugerðum er varða umferð vinnubíla á almenningssvæðum sé breytt og að í reglugerðum verði fjallað um að barnasvæði séu bíllaus svæði. Fjölskyldan hefur stofnað minningarsjóð og almannaheillafélag í nafni Ibrahims sem er ætlað að stuðla að öruggara umhverfi fyrir börn í umferðinni. Í nafni félagsins verður unnið að þessum reglugerðarbreytingum sem og að búinn verði til griðastaður til minningar um Ibrahim. Gengur fyrir Ibrahim á dánardægri Í viðtalinu við Kastljós í kvöld greindi móðir hans, Robina, jafnframt frá því að þann 30. október, þegar ár er liðið frá andláti hans, ætli hún að ganga frá Haukasvæðinu við Ásvelli að þeim stað þar sem Ibrahim lést og kveikja á kerti. Hún býður öllum sem vilja að koma með henni. Fram kom í fréttinni að gengið verði af stað klukkan 18. Nánar um minningarsjóðinn hér. Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. 9. janúar 2024 07:00 Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ökumaður steypubílsins sem ók á Ibrahim hefur stöðu sakbornings. Fjallað var um málið í Kastljósi á RÚV í kvöld og rætt við móður hans, Robinu Uz-Zaman. Ibrahim var á reiðhjóli á bílastæði milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka þegar hann varð fyrir steypubíl. Engin vitni urðu að slysinu. Í viðtalinu segir Robina mikilvægt að reglugerðum er varða umferð vinnubíla á almenningssvæðum sé breytt og að í reglugerðum verði fjallað um að barnasvæði séu bíllaus svæði. Fjölskyldan hefur stofnað minningarsjóð og almannaheillafélag í nafni Ibrahims sem er ætlað að stuðla að öruggara umhverfi fyrir börn í umferðinni. Í nafni félagsins verður unnið að þessum reglugerðarbreytingum sem og að búinn verði til griðastaður til minningar um Ibrahim. Gengur fyrir Ibrahim á dánardægri Í viðtalinu við Kastljós í kvöld greindi móðir hans, Robina, jafnframt frá því að þann 30. október, þegar ár er liðið frá andláti hans, ætli hún að ganga frá Haukasvæðinu við Ásvelli að þeim stað þar sem Ibrahim lést og kveikja á kerti. Hún býður öllum sem vilja að koma með henni. Fram kom í fréttinni að gengið verði af stað klukkan 18. Nánar um minningarsjóðinn hér.
Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. 9. janúar 2024 07:00 Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. 9. janúar 2024 07:00
Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6. nóvember 2023 10:18