Innlent

Pilturinn á­fram bak við lás og slá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í Skúlagötu umrætt kvöld.
Frá vettvangi í Skúlagötu umrætt kvöld. vísir

Sextán ára piltur sem grunaður er um að hafa banað sautján ára stúlku með hnífi við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Pilturinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst. Hann er grunaður um að hafa auk þess stungið aðra stúlku og annan pilt með hnífi. Hlutu þau bæði áverka. Hin stúlkan særðist nokkuð og lá á sjúkrahúsi í nokkra daga. Pilturinn var stunginn nokkrum sinnum og hlaut skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. 

Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd af atburðum. Almennt er það svo að lögregla getur haldið sakborningum í gæsluvarðhaldi að hámarki í tólf viku án þess að gefin hafi verið út ákæra í málinu.


Tengdar fréttir

Söfnuðu um níu milljónum í minningu Bryndísar Klöru

Minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur var í dag afhent um níu milljónir króna sem söfnuðust í annars vega kertasölu og hins vegar í áheitahlaupi skólasystkina hennar. Í tilkynningu kemur fram að tæpar sjö milljónir hafi safnast í kertasölunni og um 1,4 í áheitahlaupinu. Forseti Íslands er verndari sjóðsins og tók við peningunum í dag fyrir hönd sjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×