Að eldast – ertu undirbúin? Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir, Lára María Valgerðardóttir og Magnús E. Smith skrifa 28. september 2024 10:03 Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun