„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 12:32 Banaslys varð á Sæbraut í nótt þegar fólksbifreið var ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira