Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 12:52 Frá vinstri eru Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur hjá Kópavogsbæ, Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Birna Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá ON. Aðsend Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust. Frá þessu er greint í tilkynningu en ON og Kópavogsbær undirrituðu samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi í kjölfar útboðs. Í tilkynningu segir að með þessu vilji bærinn gera íbúum kleift að skipta „áhyggjulaust“ yfir í rafbíl. Þá kemur fram að á næstu vikum verði sett upp alls 98 tengi á 14 stöðum í Kópavogi. Það sé við skóla, sundlaugar og bókasöfn. Tengin eigi að nýtast Kópavogsbúum og öðrum rafbílanotendum á meðan þau skreppi á þessa staði. Kort af nýju hleðslustöðvunum.Mynd/ON „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi hjá Kópavogsbæ enda er gott aðgengi að hleðslustöðvum ein af forsendum rafbílavæðingar. Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir hleðslustöðvum, í takt við fjölgun rafbíla og ánægjulegt að geta brugðist við því og auðveldað Kópavogsbúum og öðrum skiptin yfir í rafbíla,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, í tilkynningu. Hægt að hlaða í október Nú þegar eru samkvæmt tilkynningu komin upp tengi við Fífuna, Fagralund, sundlaug Kópavogs og Hálsatorg. ON gerir ráð fyrir að hægt verið að hlaða rafhlöðurnar á öllum nýju staðsetningunum í Kópavogi í október og með þeirri fjölgun eru Hverfahleðslutengi ON á landinu öllu orðin um 650. „Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar að vera í þessu samstarfi við Kópavogsbæ enda Hverfahleðslur ON mikilvægur hlekkur í öflugu hleðsluneti okkar um land allt. Markmið ON er að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni hvort sem er heima eða á ferðinni, sem og öruggt aðgengi fyrir öll að hleðslustöðvum okkar. Með samstarfinu höldum við áfram vegferð okkar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þar sem við höfum stolt verið í fararbroddi síðustu 10 ár,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, í tilkynningu. Bílar Orkumál Vistvænir bílar Kópavogur Hleðslustöðvar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en ON og Kópavogsbær undirrituðu samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Kópavogi í kjölfar útboðs. Í tilkynningu segir að með þessu vilji bærinn gera íbúum kleift að skipta „áhyggjulaust“ yfir í rafbíl. Þá kemur fram að á næstu vikum verði sett upp alls 98 tengi á 14 stöðum í Kópavogi. Það sé við skóla, sundlaugar og bókasöfn. Tengin eigi að nýtast Kópavogsbúum og öðrum rafbílanotendum á meðan þau skreppi á þessa staði. Kort af nýju hleðslustöðvunum.Mynd/ON „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi hjá Kópavogsbæ enda er gott aðgengi að hleðslustöðvum ein af forsendum rafbílavæðingar. Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir hleðslustöðvum, í takt við fjölgun rafbíla og ánægjulegt að geta brugðist við því og auðveldað Kópavogsbúum og öðrum skiptin yfir í rafbíla,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, í tilkynningu. Hægt að hlaða í október Nú þegar eru samkvæmt tilkynningu komin upp tengi við Fífuna, Fagralund, sundlaug Kópavogs og Hálsatorg. ON gerir ráð fyrir að hægt verið að hlaða rafhlöðurnar á öllum nýju staðsetningunum í Kópavogi í október og með þeirri fjölgun eru Hverfahleðslutengi ON á landinu öllu orðin um 650. „Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Orku náttúrunnar að vera í þessu samstarfi við Kópavogsbæ enda Hverfahleðslur ON mikilvægur hlekkur í öflugu hleðsluneti okkar um land allt. Markmið ON er að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni hvort sem er heima eða á ferðinni, sem og öruggt aðgengi fyrir öll að hleðslustöðvum okkar. Með samstarfinu höldum við áfram vegferð okkar í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla þar sem við höfum stolt verið í fararbroddi síðustu 10 ár,“ segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, í tilkynningu.
Bílar Orkumál Vistvænir bílar Kópavogur Hleðslustöðvar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira