Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 10:25 Ísraelsmenn berjast nú á mörgum vígstöðvum en auk þess að hafa mikinn viðbúnað við landamærin að Líbanon, berjast þeir enn við Hamas á Gaza og undirbúa hefndaraðgerðir gegn Íran. Getty/Erik Marmor Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael eru sögð eiga í samráði við Bandaríkjamenn um viðbrögðin, þar sem þau gætu kallað á aðra árás af hálfu Írana og inngrip Bandaríkjanna og bandamanna til að verjast slíkri árás. Samkvæmt Guardian hafa greinendur ekki útilokað þann möguleika að Ísrael muni grípa til aðgerða gegn kjarnorkuinnviðum Írana en yfirvöldum í Bandaríkjunum mun þykja sá kostur síður fýsilegur þar sem hann myndi stórauka hættuna á enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu. „Þessi árás mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og við munum vinna með Ísrael til að láta það raungerast,“ sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, í gær. Benjamin Netanyahu er sagður hafa boðað til öryggisráðsfundar í gærkvöldi til að ræða möguleg viðbrögð en samkvæmt Axios var ekkert ákveðið hvað það varðar vegna þarfarinnar á samráði við Bandaríkjamenn. Opinberlega hét forsætisráðherrann hins vegar hefndum. Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum, þeirra á meðal Repúblikaninn Lindsey Graham, hafa kallað eftir árásum á olíuhreinsistöðvar Írana. Greint hefur verið frá átökum milli innrásarhers Ísrael og Hezbollah-liða í suðurhluta Líbanon í dag og þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt að um 100 eldflaugum hafi verið skotið í átt að norðurhluta Ísrael frá Líbanon það sem af er degi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Líbanon Bandaríkin Hernaður Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Sjá meira