Viðskipti innlent

Culiacan lokað á Suður­lands­braut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rýmið á Suðurlandsbraut hafði hýst Culiacan í þrettán ár.
Rýmið á Suðurlandsbraut hafði hýst Culiacan í þrettán ár. Vísir/Vilhelm

Veitingastaðnum Culiacan hefur verið lokað þar sem hann var til húsa um árabil á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Í gluggum kemur nú fram að húsnæðið sé laust til leigu fyrir annan rekstraraðila.

Ekki hefur náðst í Sólveigu Guðmundsdóttur og Steingerði Þorgilsdóttur eigendur veitingastaðarins vegna málsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er annar veitingastaður undir merkjum Culiacan enn opinn í Mathöll Höfða.

Sú mathöll er einnig í eigu þeirra Sólveigar og Steingerðar sem í október fyrir sex árum síðan auglýstu eftir áhugasömu veitingafólki til þess að opna þar veitingastaði. Þær sögðu við tilefnið að í ljós hefði komið að húsnæðið væru miklu stærra en þyrfti undir starfsemi Culiacan eingöngu.

Culiacan opnaði í fyrsta sinn dyr sínar í júlí árið 2003 í Faxafeni og var um stund einnig með rekstur í Hlíðasmára. Allar götur síðan hefur staðurinn boðið upp á mexíkóskan mat í hollari kantinum. Staðurinn hafði verið til húsa á Suðurlandsbraut síðan árið 2011 þegar staðurinn flutti úr Faxafeni. Sagði Sólveig í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma að í nýjum húsakynnum væri mun betra pláss en í þeim gömlu.

Rýmið er nú auglýst til leigu.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×