Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 16:18 Ísraelskir hermenn í Líbanon. Yfirlýsingar hersins gefa til kynna að umfang innrásarinnar gæti aukist. IDF Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. Markmið Ísraela er að þeirra sögn að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon til að tryggja það að um sextíu þúsund Ísraelar sem þurftu að flýja heimili sín í norðanverðu Ísrael fyrir tæpu ári, geti snúið aftur. Yfirvöld í Líbanon segja að um 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín þar í landi vegna árása Ísraela og að nærri því tvö þúsund manns hafi fallið á síðasta ári. Þar af flestir á síðustu tveimur vikum. Ísraelar segja að nærri því tvö hundruð eldflaugum hafi verið skotið frá Líbanon í dag og nokkrum sjálfsprengidrónum hafi einnig verið flogið yfir landamærin. Herinn birti í dag myndefni af hermönnum úr varaliði landsins í Líbanon og er það í fyrsta sinn sem staðfest er að varalið komi að árásinni. Nokkur stórfylki af varaliði hafa verið kölluð út og send að landamærum Líbanon á undanförnum dögum. חטיבת ׳עציוני׳ (6) נכנסו ביממה האחרונה ללחימה בדרום לבנון לאחר שנה בה החטיבה פעלה להגנה על ישובי הצפון.בשנה האחרונה, כוחות החטיבה גיוסו לשירות מספר פעמים, התאמנו והעלו את כשירותם לפעולה קרקעית בלבנון>> pic.twitter.com/pF4KSiE8Lc— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) October 3, 2024 Hingað til hafa ísraelskir hermenn í Líbanon haldið sig nærri landamærum Ísrael og hafa loftárásir verið gerðar norðar í landinu. Ein þeirra er sögð hafa beinst að fjölmiðladeild Hezbollah-samtakanna í Beirút. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimi Hezbollah að enginn hafi fallið í árásinni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í einni loftárás Ísraela í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Þá hefur komið til átaka milli ísraelskra hermanna og meðlima Hezbollah í suðurhluta Líbanon og virðist það hafa fyrst gert í dag, síðan Ísraelar hófu innrásina. Ísraelar segja að átta hermenn hafi fallið og þar af fimm sérsveitarmenn, í átökum við vígamenn sem eiga að hafa átt sér stað í miklu návígi, samkvæmt New York Times. Engar árásir væntanlegar í dag Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að ekki væri von á því í dag að Ísraelar gerðu árásir á Íran, eftir að Íranar skutu um tvö hundruð skotflaugum. Fregnir hafa borist af því að Ísraelar væru að íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðar í Íran. Sjá einnig: Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Biden sagði fyrr í dag að hann væri ekki hlynntur árásum á kjarnorkustöðvar en seinna þegar hann ræddi við blaðamenn sagði hann að embættismenn í Ísrael og í Bandaríkjunum væru að ræða árásir á olíuvinnslur en forsetinn virtist ekki hlynntur því. „Við erum að ræða það. Ég held að það væri...en allavega,“ sagði Biden. Here what Biden said:(Vídeo: @faisalislam) https://t.co/pm8USsmGfR pic.twitter.com/sY80ZjZ8eS— Javier Blas (@JavierBlas) October 3, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Markmið Ísraela er að þeirra sögn að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon til að tryggja það að um sextíu þúsund Ísraelar sem þurftu að flýja heimili sín í norðanverðu Ísrael fyrir tæpu ári, geti snúið aftur. Yfirvöld í Líbanon segja að um 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín þar í landi vegna árása Ísraela og að nærri því tvö þúsund manns hafi fallið á síðasta ári. Þar af flestir á síðustu tveimur vikum. Ísraelar segja að nærri því tvö hundruð eldflaugum hafi verið skotið frá Líbanon í dag og nokkrum sjálfsprengidrónum hafi einnig verið flogið yfir landamærin. Herinn birti í dag myndefni af hermönnum úr varaliði landsins í Líbanon og er það í fyrsta sinn sem staðfest er að varalið komi að árásinni. Nokkur stórfylki af varaliði hafa verið kölluð út og send að landamærum Líbanon á undanförnum dögum. חטיבת ׳עציוני׳ (6) נכנסו ביממה האחרונה ללחימה בדרום לבנון לאחר שנה בה החטיבה פעלה להגנה על ישובי הצפון.בשנה האחרונה, כוחות החטיבה גיוסו לשירות מספר פעמים, התאמנו והעלו את כשירותם לפעולה קרקעית בלבנון>> pic.twitter.com/pF4KSiE8Lc— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) October 3, 2024 Hingað til hafa ísraelskir hermenn í Líbanon haldið sig nærri landamærum Ísrael og hafa loftárásir verið gerðar norðar í landinu. Ein þeirra er sögð hafa beinst að fjölmiðladeild Hezbollah-samtakanna í Beirút. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimi Hezbollah að enginn hafi fallið í árásinni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í einni loftárás Ísraela í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Þá hefur komið til átaka milli ísraelskra hermanna og meðlima Hezbollah í suðurhluta Líbanon og virðist það hafa fyrst gert í dag, síðan Ísraelar hófu innrásina. Ísraelar segja að átta hermenn hafi fallið og þar af fimm sérsveitarmenn, í átökum við vígamenn sem eiga að hafa átt sér stað í miklu návígi, samkvæmt New York Times. Engar árásir væntanlegar í dag Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að ekki væri von á því í dag að Ísraelar gerðu árásir á Íran, eftir að Íranar skutu um tvö hundruð skotflaugum. Fregnir hafa borist af því að Ísraelar væru að íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðar í Íran. Sjá einnig: Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Biden sagði fyrr í dag að hann væri ekki hlynntur árásum á kjarnorkustöðvar en seinna þegar hann ræddi við blaðamenn sagði hann að embættismenn í Ísrael og í Bandaríkjunum væru að ræða árásir á olíuvinnslur en forsetinn virtist ekki hlynntur því. „Við erum að ræða það. Ég held að það væri...en allavega,“ sagði Biden. Here what Biden said:(Vídeo: @faisalislam) https://t.co/pm8USsmGfR pic.twitter.com/sY80ZjZ8eS— Javier Blas (@JavierBlas) October 3, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25