„Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 22:33 Gísli Gottskálk Þórðarson (t.h.) var afar svekktur eftir tap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira