Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 21:30 Elvar Otri Hjálmarsson hefur verið öflugur með Gróttu í upphafi tímabils. vísir / hulda margrét Grótta er í efsta sæti Olís deildar karla eftir 32-30 sigur gegn ÍBV í kvöld. KA reif sig upp af botninum með 28-24 sigri gegn ÍBV. Afturelding lagði Fram örugglega með fimm marka mun, 34-29. KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver. Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver.
Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn