Innlent

Öku­manns hvítrar Teslu enn leitað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Banaslysið varð á Sæbraut aðfaranótt síðastliðins sunnudags.
Banaslysið varð á Sæbraut aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu.

Íslensk kona á fertugsaldri lést í umræddu slysi en hún var fótgangandi við gatnamót Sæbrautar, Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Ökumaðurinn, sem var ungur karlmaður, er ekki talinn hafa verið undir áhrifum áfengis.

Í tilkynningu frá lögreglunni í gær segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu. Báðum bílunum var ekið um gatnamótin í norðurátt, skömmu eftir miðnætti aðfaranótt síðasta sunnudags.


Tengdar fréttir

Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu.

Mælirinn fullur vegna van­virðingar á slysstað

Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×