Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. október 2024 11:31 Þörf einstaklingsins til að tilheyra er mikil; tilheyra fjölskyldu, tilheyra vinahópi, tilheyra skólanum sínum, tilheyra íþróttafélagi - tilheyra samfélagi, öðlast um leið tilgang og mynda félagsleg tengsl. Félagsfræðingarnir og félagarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Á farsældarþingi fyrir ári síðan voru kynntar niðurstöður íslensku Æskulýðsrannsóknarinnar. Rannsóknin var stór og viðamikil og margir þættir skoðaðir, m.a. hvernig börn tilheyra í skólanum. Ein spurningin var: „Ef þú hugsar um skólann þinn, að hve miklu leyti ertu sammála eða ósammála eftirfarandi staðhæfingu? Mér finnst ég tilheyra í skólanum“. Hlutfall barna sem valdi svarmöguleikana „Mjög sammála“ eða „Sammála“ í 6. bekk með erlendan bakgrunn var 79%. Þegar svörun 8. bekkinga og 10. bekkinga eru skoðuð er hlutfallið sem telur sig tilheyra skólanum sínum lækkar hlutfallið í 67%. Það er sláandi staðreynd að allt að þriðjungur unglinga af erlendum uppruna telja sig ekki tilheyra skólanum sínum. Spurningar vakna um hvers vegna umhverfið í skólanum nær ekki að skapa skilyrði fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila í kringum þennan fjölda barna. Hvers vegna upplifa börn sig ekki tilheyra skólanum sínum sem iðar af lífi bæði barna og starfsfólks? Söguleg fjölgun fólks með erlendan bakrunn Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar heldur utan um, kemur fram að fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku hefur rúmlega tvöfaldast í grunnskólum Reykjavíkur frá árinu 2015 og telja í dag tæplega 3500 börn. Utan Reykjavíkur búa á öllu landinu um 3600 börn með annað móðurmál en íslensku. Þannig býr tæplega helmingur barna af erlendum uppruna á landsvísu í Reykjavík. Uppruni er klárlega breyta sem skiptir máli enda er tungumálið lykill að samfélaginu, lykill að vináttu og vellíðan, lykill að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lykill að þátttöku og virkni. Við viljum öll tilheyra hópi þar sem okkur líður vel, að við höfum rödd og að tekið sé mark á okkur, að á okkur sé hlustað. Krafa um meiri hagvöxt, hærri framleiðni á kostnað samkenndar og jöfnuðar? Í nýútkominni skýrslu OECD: Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland er að finna svör sem þarf að staldra við, hvaða ljós hafa blikkað lengi og verið hundsuð? Samtök Atvinnulífsins, íslenskt atvinnulíf og iðnaður þurfa að líta í eign barm en þau hafa notið krafta erlends vinnuafls án þess stuðla að markvissri inngildingu þeirra á vinnumarkaðinn, inn í samfélagið. Að stuðla að inngildingu starfsfólks sem kemur hingað til lands og greiðir til samneyslunar, enda atvinnuþátttaka fólks af erlendum uppruna mjög hjá skv. skýrslunni. Mikið til ófaglært fólk en einnig fólk með formlega menntun sem fær ekki menntun sína metna og vinnur við önnur störf en það menntaði sig til. Menntun og tekjur foreldra segja að mestu til um hvernig börnum vegnar í námi, og ofan á það bætist síðan uppruni fólks. Af því leiðir að börn ófaglærðs fólks með lágar tekjur sem eru af erlendum uppruna er sá hópur sem er verst settur í samfélaginu okkar. Í skýrslunni kemur fram að börn af erlendum uppruna gangi síður í leikskóla og verða þar með af því sem samsvarar þremur árum í námi miðað við íslenska jafnaldra sína. Þegar lögbundin grunnskólaganga tekur við þurfum við kannski ekki að verða svo hissa á því að rannsóknir sýni þau ekki tilheyra skólanum sínum, séu ólíklegri til að eignast vini eða taka þátt í tómstundum, eru líklegri til að hætta í framhaldsskóla og enn síður að útskrifast úr háskóla. Þau verða jaðarsett og einmana og upplifa ekki hlutdeild í þorpinu góða sem íslenskir foreldrar eru aldir upp við og þekkja. Reykjavíkurborg leiðandi í þjónusta börn af erlendum uppruna Reykjavíkurborg hefur sett málefni barna af erlendum uppruna í algeran forgang í skólanum þrátt fyrir að vera sniðgengin um 6 milljarða króna á ári í tekjur vegna vangreiðslna á framlagi til grunnskóla og sérframlags til barna af erlendum uppruna. í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslenskufærni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Þannig hafa margir margir góðir hlutir verið gerðir síðustu þrjú kjörtímabil til að stuðla inngildingu barnana inn í nærsamfélagið sitt, verkefni eins og Frístundir í Breiðholti, frístundastyrkur hækkaður upp í 75 þúsund og sjóður stofnaður til að greiða umfram kostnað sem hlýst af skipulögðu tómstundastarf fyrir tekjulágar fjölskyldur. Fjárfest hefur verið í innviðum íþróttamannvirkja fyrir milljarða, fern íslenskuver sett á laggirnar og hefur Miðja máls og læsis verið leiðandi á landsvísu í að þróa leiðir við kennslu og námsmat, eins og milli mála prófið, til þess að þjónusta þennan sístækkandi hóp barna. Þrátt fyrir stefnur, aðgerðir, aukið fjármagn og ríkan pólitískan vilja meirihlutans í Reykjavík þá er staðan mikið áhyggjuefni enda fleiri þættir sem koma að mótun samfélags en pólitískur vilji. Úrelt aðalnámskrá Í fyrra var Kjalnesingasaga kennd í 8. bekk í skóla í borginni. Í árganginum eru töluð 24 tungumál. Barn sem er af íslenskum uppruna fékk stuðning heima, á hverju kvöldi var farið yfir kaflana og sagan heimfærð til nútímans og tengd staðháttum í borginn i- Kjalarnes, Korpúlfsstaðir, Elliðavatn, Esjan og vandræðin sem skapast þegar tveir menn vilja giftast sömu konunni. Svo er það barnið af erlendum uppruna, á foreldra hafa aldrei fengið stuðning eða hvatningu frá sínum vinnustað til að læra íslensku, langur vinnudagur, stundum í fleiri en einu starfi til að ná endum saman, dýrtíð og jafnvel gekk barnið ekki í leikskóla því foreldrar þekktu ekki til þeirra. Þau börn þurfa algerlega að reiða á sjálft sig, kennarann og skólafélagana eða ekki. Sum börn gefast upp. Sumir foreldrar gefast upp því þau geta ekki stutt við börnin sín. Hvað gera börn sem gefast upp? Hegðun breytist, hætta sjá tilgang að mæta í skólann og þau leita í jaðarsetta hópa sem hefur verið hafnað í öðrum skólum. Hvernig er hægt að meta færni nemandanna í Kjalnesingasögu þegar horft er á færni fjölbreytts nemendahóps sem talar 24 tungumál. Standa börnin jafnfætis? Nei það gera þau ekki og kannski þarf að endurskoða kerfið sem hannar svona umgjörð fyrir börn- kannski er tímaskekkja að kenna Kjalnesingasögu í grunnskóla, kannski ætti hún heima í bóknámsframhaldsskóla. Við erum allavega komin á þann stað að þurfa að endurhugsa kerfin okkar, fá meiri fjölbreytileika í námsgögn, stokka upp aðalnámskrá og námsmat sem taka mið af ólíkum þörfum barna og sveigjanleika til að hægt sé að vinna með börnum á grundvelli styrkleika þeirra því þá eru meiri líkur en minni að þeim líði vel, þau fái tilgang og þar af leiðandi tilheyri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðs Breiðholts og varafulltrúi í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Sara Björg Sigurðardóttir Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þörf einstaklingsins til að tilheyra er mikil; tilheyra fjölskyldu, tilheyra vinahópi, tilheyra skólanum sínum, tilheyra íþróttafélagi - tilheyra samfélagi, öðlast um leið tilgang og mynda félagsleg tengsl. Félagsfræðingarnir og félagarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Á farsældarþingi fyrir ári síðan voru kynntar niðurstöður íslensku Æskulýðsrannsóknarinnar. Rannsóknin var stór og viðamikil og margir þættir skoðaðir, m.a. hvernig börn tilheyra í skólanum. Ein spurningin var: „Ef þú hugsar um skólann þinn, að hve miklu leyti ertu sammála eða ósammála eftirfarandi staðhæfingu? Mér finnst ég tilheyra í skólanum“. Hlutfall barna sem valdi svarmöguleikana „Mjög sammála“ eða „Sammála“ í 6. bekk með erlendan bakgrunn var 79%. Þegar svörun 8. bekkinga og 10. bekkinga eru skoðuð er hlutfallið sem telur sig tilheyra skólanum sínum lækkar hlutfallið í 67%. Það er sláandi staðreynd að allt að þriðjungur unglinga af erlendum uppruna telja sig ekki tilheyra skólanum sínum. Spurningar vakna um hvers vegna umhverfið í skólanum nær ekki að skapa skilyrði fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila í kringum þennan fjölda barna. Hvers vegna upplifa börn sig ekki tilheyra skólanum sínum sem iðar af lífi bæði barna og starfsfólks? Söguleg fjölgun fólks með erlendan bakrunn Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar heldur utan um, kemur fram að fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku hefur rúmlega tvöfaldast í grunnskólum Reykjavíkur frá árinu 2015 og telja í dag tæplega 3500 börn. Utan Reykjavíkur búa á öllu landinu um 3600 börn með annað móðurmál en íslensku. Þannig býr tæplega helmingur barna af erlendum uppruna á landsvísu í Reykjavík. Uppruni er klárlega breyta sem skiptir máli enda er tungumálið lykill að samfélaginu, lykill að vináttu og vellíðan, lykill að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lykill að þátttöku og virkni. Við viljum öll tilheyra hópi þar sem okkur líður vel, að við höfum rödd og að tekið sé mark á okkur, að á okkur sé hlustað. Krafa um meiri hagvöxt, hærri framleiðni á kostnað samkenndar og jöfnuðar? Í nýútkominni skýrslu OECD: Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland er að finna svör sem þarf að staldra við, hvaða ljós hafa blikkað lengi og verið hundsuð? Samtök Atvinnulífsins, íslenskt atvinnulíf og iðnaður þurfa að líta í eign barm en þau hafa notið krafta erlends vinnuafls án þess stuðla að markvissri inngildingu þeirra á vinnumarkaðinn, inn í samfélagið. Að stuðla að inngildingu starfsfólks sem kemur hingað til lands og greiðir til samneyslunar, enda atvinnuþátttaka fólks af erlendum uppruna mjög hjá skv. skýrslunni. Mikið til ófaglært fólk en einnig fólk með formlega menntun sem fær ekki menntun sína metna og vinnur við önnur störf en það menntaði sig til. Menntun og tekjur foreldra segja að mestu til um hvernig börnum vegnar í námi, og ofan á það bætist síðan uppruni fólks. Af því leiðir að börn ófaglærðs fólks með lágar tekjur sem eru af erlendum uppruna er sá hópur sem er verst settur í samfélaginu okkar. Í skýrslunni kemur fram að börn af erlendum uppruna gangi síður í leikskóla og verða þar með af því sem samsvarar þremur árum í námi miðað við íslenska jafnaldra sína. Þegar lögbundin grunnskólaganga tekur við þurfum við kannski ekki að verða svo hissa á því að rannsóknir sýni þau ekki tilheyra skólanum sínum, séu ólíklegri til að eignast vini eða taka þátt í tómstundum, eru líklegri til að hætta í framhaldsskóla og enn síður að útskrifast úr háskóla. Þau verða jaðarsett og einmana og upplifa ekki hlutdeild í þorpinu góða sem íslenskir foreldrar eru aldir upp við og þekkja. Reykjavíkurborg leiðandi í þjónusta börn af erlendum uppruna Reykjavíkurborg hefur sett málefni barna af erlendum uppruna í algeran forgang í skólanum þrátt fyrir að vera sniðgengin um 6 milljarða króna á ári í tekjur vegna vangreiðslna á framlagi til grunnskóla og sérframlags til barna af erlendum uppruna. í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslenskufærni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Þannig hafa margir margir góðir hlutir verið gerðir síðustu þrjú kjörtímabil til að stuðla inngildingu barnana inn í nærsamfélagið sitt, verkefni eins og Frístundir í Breiðholti, frístundastyrkur hækkaður upp í 75 þúsund og sjóður stofnaður til að greiða umfram kostnað sem hlýst af skipulögðu tómstundastarf fyrir tekjulágar fjölskyldur. Fjárfest hefur verið í innviðum íþróttamannvirkja fyrir milljarða, fern íslenskuver sett á laggirnar og hefur Miðja máls og læsis verið leiðandi á landsvísu í að þróa leiðir við kennslu og námsmat, eins og milli mála prófið, til þess að þjónusta þennan sístækkandi hóp barna. Þrátt fyrir stefnur, aðgerðir, aukið fjármagn og ríkan pólitískan vilja meirihlutans í Reykjavík þá er staðan mikið áhyggjuefni enda fleiri þættir sem koma að mótun samfélags en pólitískur vilji. Úrelt aðalnámskrá Í fyrra var Kjalnesingasaga kennd í 8. bekk í skóla í borginni. Í árganginum eru töluð 24 tungumál. Barn sem er af íslenskum uppruna fékk stuðning heima, á hverju kvöldi var farið yfir kaflana og sagan heimfærð til nútímans og tengd staðháttum í borginn i- Kjalarnes, Korpúlfsstaðir, Elliðavatn, Esjan og vandræðin sem skapast þegar tveir menn vilja giftast sömu konunni. Svo er það barnið af erlendum uppruna, á foreldra hafa aldrei fengið stuðning eða hvatningu frá sínum vinnustað til að læra íslensku, langur vinnudagur, stundum í fleiri en einu starfi til að ná endum saman, dýrtíð og jafnvel gekk barnið ekki í leikskóla því foreldrar þekktu ekki til þeirra. Þau börn þurfa algerlega að reiða á sjálft sig, kennarann og skólafélagana eða ekki. Sum börn gefast upp. Sumir foreldrar gefast upp því þau geta ekki stutt við börnin sín. Hvað gera börn sem gefast upp? Hegðun breytist, hætta sjá tilgang að mæta í skólann og þau leita í jaðarsetta hópa sem hefur verið hafnað í öðrum skólum. Hvernig er hægt að meta færni nemandanna í Kjalnesingasögu þegar horft er á færni fjölbreytts nemendahóps sem talar 24 tungumál. Standa börnin jafnfætis? Nei það gera þau ekki og kannski þarf að endurskoða kerfið sem hannar svona umgjörð fyrir börn- kannski er tímaskekkja að kenna Kjalnesingasögu í grunnskóla, kannski ætti hún heima í bóknámsframhaldsskóla. Við erum allavega komin á þann stað að þurfa að endurhugsa kerfin okkar, fá meiri fjölbreytileika í námsgögn, stokka upp aðalnámskrá og námsmat sem taka mið af ólíkum þörfum barna og sveigjanleika til að hægt sé að vinna með börnum á grundvelli styrkleika þeirra því þá eru meiri líkur en minni að þeim líði vel, þau fái tilgang og þar af leiðandi tilheyri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðs Breiðholts og varafulltrúi í skóla- og frístundaráði.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar