„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 17:16 Guðrún segist fagna því að gagnrýnendur frumvarpsdraganna vilji sjá meira frelsi heldur en minna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún. Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún.
Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13