Erlent

Eitt ár frá upp­hafi stríðsins á Gasa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hátt í fimmtíu þúsund hafa tapað lífi síðan átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hátt í fimmtíu þúsund hafa tapað lífi síðan átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafs. AP Photo/Fatima Shbair

Eitt ár er liðið frá innrás Hamas-samtakanna í Ísrael, þegar tólf hundruð voru myrt og 250 teknir föngnum og færðir í böndum inn á Gasaströndina.

Haldnar verða minningarathafnir víða um landið í dag og eru lögregluyfirvöld í viðbragðsstöðu vegna ótta um að framdar verði hryðjuverkaárásir í dag. Hamas gerði eldflaugaárásir í átt að landamærastöðunum Rafah, Kerem Shalom og bænum Holit snemma í morgun. Fram kemur í yfirlýsingunni að árásinni hafi verið beint að óvinum, sem hafi verið að safnast þar saman samkvæmt fréttaflutningi Guardian. 

Síðasta árið hafa minnst 41.870 Palestínumenn verið drepnir á Gasaströndinni samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti strandarinnar og 97.166 særst. Þúsunda er saknað í húsarústum.

Ísrael heldur áfram hernaði bæði á Gasaströndinni og í Líbanon. Herinn hefur fyrirskipað fjölda íbúa í suðurhluta Líbanon að yfirgefa heimili sín og stefna í átt að norðurhluta Awali-árinnar. Gerðar voru árásir á Beirút, höfuðborg Líbanon í nótt. 

Þá gerði hann fyrstu loftárásirnar á borgina Trípólí í norðurhluta landsins á laugardag. Ísrael hefur eins hótað árásum á Íran, til að hefna fyrir loftárásir þess í síðustu viku.

Herinn hefur þá skipað þeim íbúum norðurhluta Gasastarndarinnar, sem enn halda þar til, að yfirgefa svæðið. Talið er að um 300 þúsund haldi þar til nú.


Tengdar fréttir

Lýsa nóttinni sem skelfilegri

Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×