„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 15:54 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði ákvörðun um brottvísun Yazans í síðasta mánuði. Ekki gafst tími til að skipuleggja annan brottflutning. Nokkrum dögum síðar gat Yazan og fjölskylda hans sótt um að umsókn þeirra yrði tekin til efnislegrar meðferðar. Vísir/Vilhelm og Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. „Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög. Ég ætla að fá að leiðrétta það hér og nú,“ sagði Guðrún á þingi í dag í umræðum um óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Guðrún frestaði brottflutningi Yazans um miðjan síðasta mánuð. Hún sagði í kjölfarið að hún hafi ekki talið sig hafa lagaheimild fyrir ákvörðuninni en að hún hafi tekið þessa ákvörðun að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, ráðherra VG. Hún sagði síðar í viðtali að ákvörðunin hafi verið henni þvert um geð. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún sagði á þingi í dag að samkvæmt lögum gæti hún stöðvað brottflutning ef upp kæmi réttmætur vafi um lögmæti aðgerðarinnar. „Það var það sem ég framkvæmdi þennan örlagaríka morgun,“ sagði Guðrún og minnti á að henni höfðu á þessum tíma borist athugasemdir frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um brottvísunina en málefni fatlaðs fólks er á hans borði. „Þá stóð ég frammi fyrir því að annaðhvort taka óafturkræfa ákvörðun að hafna þeirri beiðni. Án þess að heyra þau sjónarmið sem lágu að baki efasemdum ráðherra fatlaðs fólks. Þannig að ég ákvað að gera það,“ sagði Guðrún. Guðmundur Ingi yrði svo sjálfur að svara því hvaða efasemdir þetta yrðu. Guðrún svaraði þarna fyrirspurn frá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, um stjórnleysi á landinu og ýmsa málaflokka sem falla undir stjórn dómsmálaráðherra. Þingmálaskráin standi Guðrún svaraði einnig fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, um það hvernig hún ætli að bregðast við yfirlýsingum nýs formanns Vinstri grænna, Svandísar Svavarsdóttur, um að þingflokkur VG muni ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum. Sem og tillögu hennar um lokað búsetuúrræði fyrir hæliseitendur. Guðrún sagði í svari sínu þingmálaskrá sína standa. „Ég hef lagt fram þingmálaskrá mína. Þar eru ýmis mál og ég hef farið gaumgæfilega yfir hana. Þau mál væru ekki á minni þingmálaskrá ef ég ætlaði mér ekki að leggja þau fram. Þannig að ég hef fullan hug á því að leggja fram þau mál sem eru á minni þingmálaskrá,“ sagði Guðrún.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 20. september 2024 06:52