Burt með mismunun! Skúli Helgason skrifar 8. október 2024 10:30 Börnum af erlendum uppruna og reyndar fullorðnum líka er mismunað á Íslandi eftir uppruna og búsetu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og samanburð við stöðuna í Evrópu dregur vel fram mikilvægi þessa málaflokks. Skýrslan dregur fram hve innflytjendur eru mikilvægur og nauðsynlegur hluti af okkar samfélagi, atvinnulífi og hagkerfi. Stórar atvinnugreinar eins og mannvirkjageirinn og ferðaþjónustan treysta á vinnuframlag innflytjenda og þær gætu í raun ekki þrifist með góðu móti án þeirra. Atvinnuþátttaka innflytjenda er sú hæsta innan OECD eða 83% og þátttaka þeirra í samfélaginu sömuleiðis (89%). Í skýrslunni kemur líka fram að innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega en á Íslandi sl. áratug meðal ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda hækkaði úr 8% árið 2013 í 18% árið 2023. Langflestir eða um 80% í þessum hópi koma frá EES löndunum. En það eru miklar áskoranir sem mæta þessum hópi og hin hliðin á mikilli atvinnuþátttöku innflytjenda er sú að þetta er líka sá hópur sem er hættast við að missa vinnuna eða fá ekki vinnu – en annar hver einstaklingur á atvinnuleysiskrá er innflytjandi og það hlutfall hefur hækkað mjög mikið á stuttum tíma – farið úr 15% árið 2013 í 50% í fyrra. Enginn vafi er á því að stærsta hindrun innflytjenda inn á vinnumarkaðinn er skortur á íslenskukunnáttu – tungumálið er stærsti þröskuldurinn sem mætir innflytjendum í atvinnuleit þeirra. Menntun ekki metin Hvernig erum við að mæta þessum hópi í samfélaginu? Við verðum að viðurkenna að við höfum ekki staðið okkur vel í að meta menntun innflytjenda að verðleikum og alltof mörg dæmi eru um að innflytjendur séu hlunnfarnir þegar kemur að störfum og launum vegna þess að menntun þeirra í heimalandinu er ekki metin sem skyldi á íslenskum vinnumarkaði. Það segir sína sögu að rúmlega þriðjungur háskólamenntaðra innflytjenda (35%) er í störfum sem nýta ekki menntun þeirra með fullnægjandi hætti. Sambærilegt hlutfall innfæddra er þrisvar sinnum lægra eða 10%. Þarna birtist líka skýr kynjahalli því algengara er að konur séu í starfi þar sem menntun þeirra nýtist ekki sem skyldi. Hinn mikli munur milli innfæddra og innflytjenda á því sem við getum kallað vannýtta menntun í starfi er með því mesta sem gerist innan OECD. Íslenskukennslu ábótavant Íslenskukennslu hefur verið ábótavant bæði í skólakerfinu og á vinnumarkaði – við þekkjum öll dómsmálið okkar við ríkið út af þeirri mismunun sem reykvískt börn með annað móðurmál en íslensku mæta í krafti þess að þau búa í Reykjavík en ekki öðru sveitarfélagi – Reykjavík er eina sveitarfélagið sem ekki fær greiðslur úr Jöfnunarsjóði til að fjármagna íslenskukennslu fyrir þessi börn, Héraðsdómur dæmdi Reykjavík í vil í lok síðasta árs en ríkið áfrýjaði og við bíðum enn niðurstöðu þeirrar áfrýjunar 10 mánuðum síðar og á meðan er mismununinni viðhaldið. Reykjavíkurborg hefur margfaldað framlög sín til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku á undanförnum 7 árum en það dugar ekki til að mæta þörfinni vegna hinnar miklu fjölgunar í þessum hópi. En það er athyglisverð niðurstaða skýrslunnar að aðeins 18% telja sig hafa fullnægjandi vald á íslensku meðan sambærilegt hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa gott vald á þjóðtungu búsetulands er í kringum 60% í öðrum löndum. Það er sérstakt rannsóknarefni sem þarf að bregðast við með fræðslu, vitundarvakningu, auknu aðgengilegu námsframboði en líka naflaskoðun okkar hinna innfæddu á því hvernig við getum gyrt okkur í brók varðandi það að tryggja eðlilegan framgang fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði þar með talið í ábyrgðarstöður. Íslenskukunnátta nemenda af erlendum uppruna skiptir lykilmáli upp á menntunarstöðu þessa hóps núna og síðar á lífsleiðinni. Þetta kemur vel fram í PISA niðurstöðum þar sem munurinn á frammistöðu þess hóps nemenda af erlendum uppruna sem tala íslensku á sínu heimili og þeim sem gera það ekki er mestur hér á Íslandi af öllum ríkjum OECD. Neikvæð áhrif heimgreiðslna Það er athyglisvert að skýrslan dregur sérstaklega fram hve mikilvægt er að börn með innflytjendabakgrunn njóti þeirrar menntunar sem leikskólavist býður upp á ekki síst þjálfun í íslensku og þar er sérstaklega dregið fram að heimgreiðslur sem valkostur við leikskólapláss geti haft neikvæð áhrif varðandi menntunarstöðu viðkomandi barna og stöðu foreldra þeirra á vinnumarkaði, ekki síst kvenna. Þarna er verk að vinna því þessi börn af erlendum uppruna sækja leikskóla mun síður en börn af innlendum uppruna og fara því frekar á mis við fyrsta skólastigið sem hefur mótandi áhrif á málþroska barna og máltöku sem aftur hefur heilmikið forspárgildi varðandi læsi og gengi á menntabrautinni síðar meir. Við þurfum að horfa í eigin barm sem samfélag varðandi framboð á íslenskukennslu fyrir þennan hóp og þar er áberandi í skýrslunni að opinber fjármögnun á slíkri kennslu er mun minni hér á landi en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum sem standa okkur miklu framar í að fjármagna kennslu í þjóðtungu viðkomandi landa. Við þurfum að gera betur – nýta betur menntun innflytjenda og meta hana að verðleikum og auka fræðslu til innflytjenda um mikilvægi þess að læra íslensku og auðvelda þeim aðgengi að íslenskukennslu– stórefla íslenskukennslu bæði barna og fullorðinna úr röðum innflytjenda svo þeir geti orðið virkari þátttakendur í okkar samfélagi og geti nýtt tækifæri sín og hæfileika til jafns við þá sem eru með innlendan bakgrunn – við þurfum sérstaklega að beita okkur gagnvart jaðarsetningu barna með erlendan bakgrunn – við sjáum að þau skila sér ekki eins vel í t.d. skipulagðar frístundir eins og önnur börn – við sjáum það á nýtingu frístundakortsins – að hún er undir meðallagi í hverfum eins og Breiðholti, Miðborg og að hluta til á Kjalarnesi þar sem hlutfall innflytjenda er hvað hæst í borginni. Merk skýrsla sem kallar á aðgerðir Samfélagið okkar hefur breyst gríðarlega á undanförnum áratugum, við erum orðin fjölmenningarlegt samfélag í meira mæli en nokkru sinni fyrr sem er gleðiefni en uppbygging innviða og fjármögnun grunnþjónustu hefur ekki haldið í við þessar breytingar. Ríkið og sveitarfélögin þurfa að vinna þessi mál mjög þétt saman – rétt eins og í tilviki samgöngusáttmálans –því hér er einfaldlega um að ræða eitt mikilvægasta samfélagsverkefni okkar tíma að tryggja jafnræði barna og fullorðinna óháð búsetu og uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Innflytjendamál Skúli Helgason Borgarstjórn Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Börnum af erlendum uppruna og reyndar fullorðnum líka er mismunað á Íslandi eftir uppruna og búsetu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og samanburð við stöðuna í Evrópu dregur vel fram mikilvægi þessa málaflokks. Skýrslan dregur fram hve innflytjendur eru mikilvægur og nauðsynlegur hluti af okkar samfélagi, atvinnulífi og hagkerfi. Stórar atvinnugreinar eins og mannvirkjageirinn og ferðaþjónustan treysta á vinnuframlag innflytjenda og þær gætu í raun ekki þrifist með góðu móti án þeirra. Atvinnuþátttaka innflytjenda er sú hæsta innan OECD eða 83% og þátttaka þeirra í samfélaginu sömuleiðis (89%). Í skýrslunni kemur líka fram að innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega en á Íslandi sl. áratug meðal ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda hækkaði úr 8% árið 2013 í 18% árið 2023. Langflestir eða um 80% í þessum hópi koma frá EES löndunum. En það eru miklar áskoranir sem mæta þessum hópi og hin hliðin á mikilli atvinnuþátttöku innflytjenda er sú að þetta er líka sá hópur sem er hættast við að missa vinnuna eða fá ekki vinnu – en annar hver einstaklingur á atvinnuleysiskrá er innflytjandi og það hlutfall hefur hækkað mjög mikið á stuttum tíma – farið úr 15% árið 2013 í 50% í fyrra. Enginn vafi er á því að stærsta hindrun innflytjenda inn á vinnumarkaðinn er skortur á íslenskukunnáttu – tungumálið er stærsti þröskuldurinn sem mætir innflytjendum í atvinnuleit þeirra. Menntun ekki metin Hvernig erum við að mæta þessum hópi í samfélaginu? Við verðum að viðurkenna að við höfum ekki staðið okkur vel í að meta menntun innflytjenda að verðleikum og alltof mörg dæmi eru um að innflytjendur séu hlunnfarnir þegar kemur að störfum og launum vegna þess að menntun þeirra í heimalandinu er ekki metin sem skyldi á íslenskum vinnumarkaði. Það segir sína sögu að rúmlega þriðjungur háskólamenntaðra innflytjenda (35%) er í störfum sem nýta ekki menntun þeirra með fullnægjandi hætti. Sambærilegt hlutfall innfæddra er þrisvar sinnum lægra eða 10%. Þarna birtist líka skýr kynjahalli því algengara er að konur séu í starfi þar sem menntun þeirra nýtist ekki sem skyldi. Hinn mikli munur milli innfæddra og innflytjenda á því sem við getum kallað vannýtta menntun í starfi er með því mesta sem gerist innan OECD. Íslenskukennslu ábótavant Íslenskukennslu hefur verið ábótavant bæði í skólakerfinu og á vinnumarkaði – við þekkjum öll dómsmálið okkar við ríkið út af þeirri mismunun sem reykvískt börn með annað móðurmál en íslensku mæta í krafti þess að þau búa í Reykjavík en ekki öðru sveitarfélagi – Reykjavík er eina sveitarfélagið sem ekki fær greiðslur úr Jöfnunarsjóði til að fjármagna íslenskukennslu fyrir þessi börn, Héraðsdómur dæmdi Reykjavík í vil í lok síðasta árs en ríkið áfrýjaði og við bíðum enn niðurstöðu þeirrar áfrýjunar 10 mánuðum síðar og á meðan er mismununinni viðhaldið. Reykjavíkurborg hefur margfaldað framlög sín til íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku á undanförnum 7 árum en það dugar ekki til að mæta þörfinni vegna hinnar miklu fjölgunar í þessum hópi. En það er athyglisverð niðurstaða skýrslunnar að aðeins 18% telja sig hafa fullnægjandi vald á íslensku meðan sambærilegt hlutfall innflytjenda sem telur sig hafa gott vald á þjóðtungu búsetulands er í kringum 60% í öðrum löndum. Það er sérstakt rannsóknarefni sem þarf að bregðast við með fræðslu, vitundarvakningu, auknu aðgengilegu námsframboði en líka naflaskoðun okkar hinna innfæddu á því hvernig við getum gyrt okkur í brók varðandi það að tryggja eðlilegan framgang fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði þar með talið í ábyrgðarstöður. Íslenskukunnátta nemenda af erlendum uppruna skiptir lykilmáli upp á menntunarstöðu þessa hóps núna og síðar á lífsleiðinni. Þetta kemur vel fram í PISA niðurstöðum þar sem munurinn á frammistöðu þess hóps nemenda af erlendum uppruna sem tala íslensku á sínu heimili og þeim sem gera það ekki er mestur hér á Íslandi af öllum ríkjum OECD. Neikvæð áhrif heimgreiðslna Það er athyglisvert að skýrslan dregur sérstaklega fram hve mikilvægt er að börn með innflytjendabakgrunn njóti þeirrar menntunar sem leikskólavist býður upp á ekki síst þjálfun í íslensku og þar er sérstaklega dregið fram að heimgreiðslur sem valkostur við leikskólapláss geti haft neikvæð áhrif varðandi menntunarstöðu viðkomandi barna og stöðu foreldra þeirra á vinnumarkaði, ekki síst kvenna. Þarna er verk að vinna því þessi börn af erlendum uppruna sækja leikskóla mun síður en börn af innlendum uppruna og fara því frekar á mis við fyrsta skólastigið sem hefur mótandi áhrif á málþroska barna og máltöku sem aftur hefur heilmikið forspárgildi varðandi læsi og gengi á menntabrautinni síðar meir. Við þurfum að horfa í eigin barm sem samfélag varðandi framboð á íslenskukennslu fyrir þennan hóp og þar er áberandi í skýrslunni að opinber fjármögnun á slíkri kennslu er mun minni hér á landi en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum sem standa okkur miklu framar í að fjármagna kennslu í þjóðtungu viðkomandi landa. Við þurfum að gera betur – nýta betur menntun innflytjenda og meta hana að verðleikum og auka fræðslu til innflytjenda um mikilvægi þess að læra íslensku og auðvelda þeim aðgengi að íslenskukennslu– stórefla íslenskukennslu bæði barna og fullorðinna úr röðum innflytjenda svo þeir geti orðið virkari þátttakendur í okkar samfélagi og geti nýtt tækifæri sín og hæfileika til jafns við þá sem eru með innlendan bakgrunn – við þurfum sérstaklega að beita okkur gagnvart jaðarsetningu barna með erlendan bakgrunn – við sjáum að þau skila sér ekki eins vel í t.d. skipulagðar frístundir eins og önnur börn – við sjáum það á nýtingu frístundakortsins – að hún er undir meðallagi í hverfum eins og Breiðholti, Miðborg og að hluta til á Kjalarnesi þar sem hlutfall innflytjenda er hvað hæst í borginni. Merk skýrsla sem kallar á aðgerðir Samfélagið okkar hefur breyst gríðarlega á undanförnum áratugum, við erum orðin fjölmenningarlegt samfélag í meira mæli en nokkru sinni fyrr sem er gleðiefni en uppbygging innviða og fjármögnun grunnþjónustu hefur ekki haldið í við þessar breytingar. Ríkið og sveitarfélögin þurfa að vinna þessi mál mjög þétt saman – rétt eins og í tilviki samgöngusáttmálans –því hér er einfaldlega um að ræða eitt mikilvægasta samfélagsverkefni okkar tíma að tryggja jafnræði barna og fullorðinna óháð búsetu og uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar