Innlent

Bana­slysið aftur til héraðssaksóknara

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Í ljós kom að nýlagt malbik var flughált og stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar.
Í ljós kom að nýlagt malbik var flughált og stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar. Vísir/Egill

Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Málið varðar slys þar sem hjón á bifhjóli fórust á nýlögðum vegkafla og þrír bifhjólamenn til viðbótar slösuðust. Athuganir leiddu í ljós að malbikið var flughált og stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar.

Héraðssaksóknari mun nú taka málið upp að nýju. Fram kemur í niðurstöðu ríkissaksóknara að við rannsókn málsins hafi ekki verið aflað nægilegra gagna til að unnt sé að taka afstöðu til þess hvort þeir sem komu að framleiðslu malbiksins, framkvæmd malbikunar og sinntu eftirliti með framkvæmdinni hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi.

Haft er eftir Ómari R. Valdimarssyni, lögmanni dóttur mannsins sem lést í slysinu, að henni sé mjög létt.


Tengdar fréttir

Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar

Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag.

Harmar van­trausts­yfir­lýsingu Snigla

Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni.

Lýsa yfir „full­komnu van­trausti“ á Vega­gerðina

Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×