Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar 8. október 2024 13:32 Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Borgarstjórn Reykjavík Píratar Stafræn þróun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar