Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 19:24 Sem stendur líta herbergin svona út sem umsækjendur um alþjóðlega vernd munu búa í. Vísir/Bjarni Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum. Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar
Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43
Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11