„Verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 11:02 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón „Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, finna kuldann í beinunum og hitta fjölskylduna og strákana aftur,“ segir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í fótbolta. Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn