Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Andri Már Eggertsson skrifar 10. október 2024 21:00 Oscar Jorgensen og Dedrick Basile takast á um boltann Vísir/Anton Brink Stólarnir eru komnir á blað í Bónus-deildinni eftir ellefu stiga sigur gegn ÍR 82-93. Heimamenn voru yfir í hálfleik en voru teknir í bakaríið í síðari hálfleik. ÍR-ingar byrjuðu betur og gerðu fyrstu sjö stigin. Gestirnir frá Sauðárkróki létu það ekki slá sig út af laginu og tóku fimm mínútur í að jafna með Sigtrygg Arnar Björnsson fremstan í broddi fylkingar. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 18-15. Jacob Falko, leikmaður ÍR, fór á kostum í kvöldVísir/Anton Brink Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, byrjaði annan leikhluta á að gera tvær körfur í röð en eftir það tók ÍR yfir. Heimamenn hittu gríðarlega vel og gerðu ellefu stig í röð. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, reyndi að breyta gangi leiksins með því að taka leikhlé en það breytti engu. Jacob Falko, leikmaður ÍR, fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 19 stig á fimmtán mínútum úr 88 prósent skotnýtingu. Falko kórónaði síðan frábæran fyrri hálfleik með því að gera síðustu körfuna í öðrum leikhluta þar sem hann fór illa með vörn Tindastóls. Staðan í hálfleik var 53-42. Ragnar Ágústsson, leikmaður Tindastóls, í baráttunniVísir/Anton Brink Benedikt virtist hafa gefið leikmönnum Tindastóls lestur í hálfleik því gestirnir fóru vel af stað í þriðja leikhluta. Gestirnir gerðu fjórtán stig gegn aðeins tveimur og jöfnuðu leikinn 58-58. ÍR-ingar lifðu áhlaup Tindastóls af og voru þremur stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Dedrick Deon Basile gerði 17 stig í kvöldVísir/Anton Brink Tindastóll pakkaði heimamönnum saman í fjórða leikhluta. Það var agalegt að fylgjast með sóknarleik ÍR hrynja eins og spilaborg. Heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Stólarnir gerðu nítján stig og Tindastóll vann á endanum ellefu stiga sigur 82-93. Tindastóll vann ellefu stiga sigur 82-93Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Í stöðunni 71-75 reyndi Ísak Wíum, þjálfari ÍR, að bregðast við áhlaupi Tindastóls með því að taka leikhlé. Það fór ekki betur en svo að Tindastóll átti boltann eftir leikhlé ÍR-inga og Sigtryggur Arnar henti í þrist og þá vissu allir að sigur gestanna væri í höfn. Stjörnur og skúrkar Sadio Doucoure, leikmaður Tindastóls, var öflugur í sigri Stólanna. Doucoure var stigahæstur með 28 stig en hann endaði með 32 framlagspunkta. Jacob Falko, leikmaður ÍR fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 19 stig á 15 mínútum. Hann var þó í töluvert meiri vandræðum í seinni hálfleik þar sem hann gerði aðeins níu stig. Það voru margir í liði ÍR sem voru slakir í seinni hálfleik. ÍR-ingar voru með samanlagt nítján tapaða bolta sem var sjö boltum meira en Tindastóll. Dómararnir [5] Dómararnir voru Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Bjarni Rúnar Lárusson. Línan í kvöld var mjög óskýr og það var mikið flautað á ÍR-inga sem lentu í villuvandræðum og það gerði liðinu erfitt fyrir. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á fyrsta heimaleik ÍR í vetur. Rétt fyrir leik var spilað lagið Í síðasta skipti með Friðriki Dór. Óhefðbundið lag fyrir körfuboltaleik en Ghetto Hooligans stóðu upp, tóku utan um hvorn annan og sungu hástöfum. Skemmtilegt atvik sem virtist hafa kveikt í leikmönnum liðsins sem fóru vel af stað. „Stóru mennirnir fá ekki það sama og litlu í þessari deild“ Ísak Wíum, þjálfari ÍR, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var svekktur eftir ellefu stiga tap gegn Tindastóli 82-93. „Við lentum í villuvandræðum og gátum því ekki verið eins sterkir og í fyrri hálfleik. Í fyrri hálfleik vorum við að hitta vel og vorum í takt en um leið og Tindastóll fór að spila harðar þá náðum við ekki að komast í gegnum það,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Sóknarleikur ÍR hrundi í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum. „Við náðum ekki að brjóta niður vörn Tindastóls. Við vorum í vandræðum með að fara upp með boltann og þeir eru með litla nagga sem fá að spila fast út um allan völl.“ Ísak pirraði sig á dómgæslunni og að hans mati hallaði á hans lið. „Mér fannst línan ekki sanngjörn. Zarko Jukic spilaði þrettán mínútur og fékk fimm villur. Það má vel vera að 2-3 villur hafi verið réttar. Mér finnst stóru mennirnir ekki fá það sama og litlu í þessari deild,“ sagði Ísak Wíum að lokum. Bónus-deild karla ÍR Tindastóll
Stólarnir eru komnir á blað í Bónus-deildinni eftir ellefu stiga sigur gegn ÍR 82-93. Heimamenn voru yfir í hálfleik en voru teknir í bakaríið í síðari hálfleik. ÍR-ingar byrjuðu betur og gerðu fyrstu sjö stigin. Gestirnir frá Sauðárkróki létu það ekki slá sig út af laginu og tóku fimm mínútur í að jafna með Sigtrygg Arnar Björnsson fremstan í broddi fylkingar. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 18-15. Jacob Falko, leikmaður ÍR, fór á kostum í kvöldVísir/Anton Brink Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, byrjaði annan leikhluta á að gera tvær körfur í röð en eftir það tók ÍR yfir. Heimamenn hittu gríðarlega vel og gerðu ellefu stig í röð. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, reyndi að breyta gangi leiksins með því að taka leikhlé en það breytti engu. Jacob Falko, leikmaður ÍR, fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 19 stig á fimmtán mínútum úr 88 prósent skotnýtingu. Falko kórónaði síðan frábæran fyrri hálfleik með því að gera síðustu körfuna í öðrum leikhluta þar sem hann fór illa með vörn Tindastóls. Staðan í hálfleik var 53-42. Ragnar Ágústsson, leikmaður Tindastóls, í baráttunniVísir/Anton Brink Benedikt virtist hafa gefið leikmönnum Tindastóls lestur í hálfleik því gestirnir fóru vel af stað í þriðja leikhluta. Gestirnir gerðu fjórtán stig gegn aðeins tveimur og jöfnuðu leikinn 58-58. ÍR-ingar lifðu áhlaup Tindastóls af og voru þremur stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Dedrick Deon Basile gerði 17 stig í kvöldVísir/Anton Brink Tindastóll pakkaði heimamönnum saman í fjórða leikhluta. Það var agalegt að fylgjast með sóknarleik ÍR hrynja eins og spilaborg. Heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Stólarnir gerðu nítján stig og Tindastóll vann á endanum ellefu stiga sigur 82-93. Tindastóll vann ellefu stiga sigur 82-93Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Í stöðunni 71-75 reyndi Ísak Wíum, þjálfari ÍR, að bregðast við áhlaupi Tindastóls með því að taka leikhlé. Það fór ekki betur en svo að Tindastóll átti boltann eftir leikhlé ÍR-inga og Sigtryggur Arnar henti í þrist og þá vissu allir að sigur gestanna væri í höfn. Stjörnur og skúrkar Sadio Doucoure, leikmaður Tindastóls, var öflugur í sigri Stólanna. Doucoure var stigahæstur með 28 stig en hann endaði með 32 framlagspunkta. Jacob Falko, leikmaður ÍR fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði 19 stig á 15 mínútum. Hann var þó í töluvert meiri vandræðum í seinni hálfleik þar sem hann gerði aðeins níu stig. Það voru margir í liði ÍR sem voru slakir í seinni hálfleik. ÍR-ingar voru með samanlagt nítján tapaða bolta sem var sjö boltum meira en Tindastóll. Dómararnir [5] Dómararnir voru Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Bjarni Rúnar Lárusson. Línan í kvöld var mjög óskýr og það var mikið flautað á ÍR-inga sem lentu í villuvandræðum og það gerði liðinu erfitt fyrir. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á fyrsta heimaleik ÍR í vetur. Rétt fyrir leik var spilað lagið Í síðasta skipti með Friðriki Dór. Óhefðbundið lag fyrir körfuboltaleik en Ghetto Hooligans stóðu upp, tóku utan um hvorn annan og sungu hástöfum. Skemmtilegt atvik sem virtist hafa kveikt í leikmönnum liðsins sem fóru vel af stað. „Stóru mennirnir fá ekki það sama og litlu í þessari deild“ Ísak Wíum, þjálfari ÍR, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Ísak Wíum, þjálfari ÍR, var svekktur eftir ellefu stiga tap gegn Tindastóli 82-93. „Við lentum í villuvandræðum og gátum því ekki verið eins sterkir og í fyrri hálfleik. Í fyrri hálfleik vorum við að hitta vel og vorum í takt en um leið og Tindastóll fór að spila harðar þá náðum við ekki að komast í gegnum það,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Sóknarleikur ÍR hrundi í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum. „Við náðum ekki að brjóta niður vörn Tindastóls. Við vorum í vandræðum með að fara upp með boltann og þeir eru með litla nagga sem fá að spila fast út um allan völl.“ Ísak pirraði sig á dómgæslunni og að hans mati hallaði á hans lið. „Mér fannst línan ekki sanngjörn. Zarko Jukic spilaði þrettán mínútur og fékk fimm villur. Það má vel vera að 2-3 villur hafi verið réttar. Mér finnst stóru mennirnir ekki fá það sama og litlu í þessari deild,“ sagði Ísak Wíum að lokum.