Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi Gísli Rafn Ólafsson og Halldóra Mogensen skrifa 12. október 2024 06:31 Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga. Í dag, 12. október kl 18 verður því haldinn, samstöðufundur á Seyðisfirði gegn sjókvíaeldi. Meirihluti Seyðfirðinga vill „draga línu í sjóinn“ og lýsa yfir vernd fjarðarins. Píratar styðja Seyðfirðinga og mæta á samstöðufundinn því við teljum nauðsynlegt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. Sá skaði sem nú þegar er orðinn af völdum eldis í opnum kvíum er óafturkræfur og gæti orðið mun meiri. Því er nauðsynlegt að taka afstöðu og styðja við náttúru og vistkerfi Íslands og íbúa landsins sem berjast gegn sjókvíaeldi. Meirihluti landsmanna andvígur sjókvíaeldi Sjókvíaeldi hefur verið gríðarlega umdeilt hér á landi síðustu ár og ekki er að undra. Afleiðingar sjókvíaeldis eru feikimiklar og þekktar og nú þegar hefur orðið mikill og óafturkræfur skaði á náttúru Íslands þar sem erfðablandaður lax hefur fundist víða. Með öllu er óvíst hver langtímaáhrif á vistkerfi landsins verða. Meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi og hefur hlutfall þeirra sem eru á móti slíku eldi aukist mikið frá árinu 2021. Í könnun á vegum Gallup síðla árs 2023 kom í ljós að 75,8 prósent landsmanna töldu að villtir laxastofnar væru í töluverðri eða afar mikilli hættu vegna fiskeldis í opnum sjókvíum og 57,5 prósent töldu að fiskeldi í opnum sjókvíum ætti að vera bannað. Augljós umhverfisáhrif Það þarf ekki að deila um áhrif sjókvíaeldis á umhverfið, þau liggja fyrir. Erfðablandaður lax hefur fundist víða, til að mynda í Blönduá, Laxá í Aðaldal, Hofsá í Vopnafirði og víðs vegar um Vestfirði og Norðvesturland. Upprunagreining Matvælastofnunar hefur leitt í ljós að eldislaxinn er frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði en þar sluppu dýr út um göt á netapokum sjókvía. Hafrannsóknastofnun tók sýni úr erfðaefni laxfiska í 89 ám hringinn í kringum landið á árunum 2014 til 2019 þegar eldið nam 6.900 tonnum. Sýnin bentu til þess að blöndun hefði orðið þá þegar. Þegar eldislax sleppur er nánast ógerningur að ná honum áður en hann gengur í ár og blandast villtum stofni. Norskir kafarar eltu uppi eldislax víða um land sumarið 2023 eftir að allt að 3.500 dýr sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Sem dæmi um útbreiðslu eldislax má nefna Hrútafjarðará. Þar veiddu norskir kafarar 31 lax og er það um fimmtungur af fjölda villtra laxa sem veiddust í ánni það sumar. Ljóst er að ekki var unnt að kemba allar ár eða ná öllum dýrum sem sluppu. En umhverfisáhrifin af sjókvíaeldi eru mun víðtækari en einungis erfðablöndun. Þar má nefna úrgang á borð við míkróplast úr fóðurröri – leifar sem verða eftir í sjónum og menga mikið. Einnig er vert að benda á að lyfið sem notað er til að drepa laxalúsina hefur mikil og víðtæk áhrif á vistkerfið, til dæmis á aðra hryggleysingja, krabbadýr og rækju. Lyfið á einungis að nota sem neyðarúrræði en þrátt fyrir að eitrið skuli bara nota í neyð þá hefur það verið notað víða. Dýravelferð skiptir einnig máli Fleiri þættir spila inn í, til að mynda áhrif á laxinn sjálfan. Laxalús í eldislaxi veldur miklum skaða og étur hann lifandi, í orðsins fyllstu merkingu, og getur valdið miklum þjáningum og dauða. Ekki er hægt að koma alfarið í veg fyrir lús í sjókvíum. Sú meðferð sem beitt er við aflúsun er ekki leyfð á neinum öðrum dýrum á Íslandi. Sjúkdómurinn blóðþorri greindist í fyrsta skipti á Austfjörðum árið 2021 og hefur vírusinn sem veldur sjúkdómi þessum því borist til Íslands. Slíkir vírusar og laxalús berast með affalli út í hafið og í aðrar tegundir, villta laxastofninn, sjóbirting og sjóbleikju. Til að sporna við lús þarf lax að undirgangast harkalega meðhöndlun. Mikil notkun lyfja í fiskeldi getur einnig leitt til ónæmis sníkjudýranna. Óvíst er hvaða áhrif mikil lyfjanotkun hefur á gæði þeirrar afurðar sem eldið skilar á matardiskinn. Þá má einnig nefna að eldislaxar vaxa mun hraðar en eðlilegt er í náttúrunni með þeim afleiðingum að hjarta þeirra er töluvert stærra en í villtum laxi. Getur það leitt til ýmissa kvilla og jafnvel til þess að hjartað springi. Mikilvægt er að líta til þessara þátta þegar rætt er um sjókvíaeldi með dýravelferð í huga. Atvinnulíf þarf að vera fjölbreytt Í umræðunni hefur því verið haldið á lofti að sjókvíaeldi sé nauðsynlegt fyrir byggðaþróun og atvinnuöryggi þeirra svæða þar sem eldið er stundað. Það má hins vegar ekki gleyma því að neikvæðar afleiðingar sjókvíaeldis á byggðaþróun gætu orðið margfaldar í samanburði við jákvæðar afleiðingar þegar villtir laxastofnar hnigna óumflýjanlega og deyja síðan út. Það hefði fyrirsjáanlegar afleiðingar á þær tekjur og atvinnu sem lax- og silungsveiði skilar af sér, sem og til afleiddra greina, svo sem veitingageirans og ferðaþjónustu. Tekjur af stangveiði á Vesturlandi eru nú 69 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Því er ekki hægt að horfa á tölur tengdar auknum íbúafjölda vegna fiskeldis í opnum sjókvíum í tómarúmi, heldur hver heildaráhrifin verða á samfélagið allt og umhverfið til lengri tíma. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin tryggi atvinnuöryggi með margskonar hætti á svæðum sem eiga undir högg að sækja á landsbyggðinni og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar. Við í Pírötum viljum að byggðir landsins blómstri og að það þyki eftirsóknarvert að búa úti á landi. Til þess þarf pólitískan vilja – og aðgerðir. Höfundar eru þingmenn Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Gísli Rafn Ólafsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga. Í dag, 12. október kl 18 verður því haldinn, samstöðufundur á Seyðisfirði gegn sjókvíaeldi. Meirihluti Seyðfirðinga vill „draga línu í sjóinn“ og lýsa yfir vernd fjarðarins. Píratar styðja Seyðfirðinga og mæta á samstöðufundinn því við teljum nauðsynlegt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. Sá skaði sem nú þegar er orðinn af völdum eldis í opnum kvíum er óafturkræfur og gæti orðið mun meiri. Því er nauðsynlegt að taka afstöðu og styðja við náttúru og vistkerfi Íslands og íbúa landsins sem berjast gegn sjókvíaeldi. Meirihluti landsmanna andvígur sjókvíaeldi Sjókvíaeldi hefur verið gríðarlega umdeilt hér á landi síðustu ár og ekki er að undra. Afleiðingar sjókvíaeldis eru feikimiklar og þekktar og nú þegar hefur orðið mikill og óafturkræfur skaði á náttúru Íslands þar sem erfðablandaður lax hefur fundist víða. Með öllu er óvíst hver langtímaáhrif á vistkerfi landsins verða. Meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi og hefur hlutfall þeirra sem eru á móti slíku eldi aukist mikið frá árinu 2021. Í könnun á vegum Gallup síðla árs 2023 kom í ljós að 75,8 prósent landsmanna töldu að villtir laxastofnar væru í töluverðri eða afar mikilli hættu vegna fiskeldis í opnum sjókvíum og 57,5 prósent töldu að fiskeldi í opnum sjókvíum ætti að vera bannað. Augljós umhverfisáhrif Það þarf ekki að deila um áhrif sjókvíaeldis á umhverfið, þau liggja fyrir. Erfðablandaður lax hefur fundist víða, til að mynda í Blönduá, Laxá í Aðaldal, Hofsá í Vopnafirði og víðs vegar um Vestfirði og Norðvesturland. Upprunagreining Matvælastofnunar hefur leitt í ljós að eldislaxinn er frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði en þar sluppu dýr út um göt á netapokum sjókvía. Hafrannsóknastofnun tók sýni úr erfðaefni laxfiska í 89 ám hringinn í kringum landið á árunum 2014 til 2019 þegar eldið nam 6.900 tonnum. Sýnin bentu til þess að blöndun hefði orðið þá þegar. Þegar eldislax sleppur er nánast ógerningur að ná honum áður en hann gengur í ár og blandast villtum stofni. Norskir kafarar eltu uppi eldislax víða um land sumarið 2023 eftir að allt að 3.500 dýr sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Sem dæmi um útbreiðslu eldislax má nefna Hrútafjarðará. Þar veiddu norskir kafarar 31 lax og er það um fimmtungur af fjölda villtra laxa sem veiddust í ánni það sumar. Ljóst er að ekki var unnt að kemba allar ár eða ná öllum dýrum sem sluppu. En umhverfisáhrifin af sjókvíaeldi eru mun víðtækari en einungis erfðablöndun. Þar má nefna úrgang á borð við míkróplast úr fóðurröri – leifar sem verða eftir í sjónum og menga mikið. Einnig er vert að benda á að lyfið sem notað er til að drepa laxalúsina hefur mikil og víðtæk áhrif á vistkerfið, til dæmis á aðra hryggleysingja, krabbadýr og rækju. Lyfið á einungis að nota sem neyðarúrræði en þrátt fyrir að eitrið skuli bara nota í neyð þá hefur það verið notað víða. Dýravelferð skiptir einnig máli Fleiri þættir spila inn í, til að mynda áhrif á laxinn sjálfan. Laxalús í eldislaxi veldur miklum skaða og étur hann lifandi, í orðsins fyllstu merkingu, og getur valdið miklum þjáningum og dauða. Ekki er hægt að koma alfarið í veg fyrir lús í sjókvíum. Sú meðferð sem beitt er við aflúsun er ekki leyfð á neinum öðrum dýrum á Íslandi. Sjúkdómurinn blóðþorri greindist í fyrsta skipti á Austfjörðum árið 2021 og hefur vírusinn sem veldur sjúkdómi þessum því borist til Íslands. Slíkir vírusar og laxalús berast með affalli út í hafið og í aðrar tegundir, villta laxastofninn, sjóbirting og sjóbleikju. Til að sporna við lús þarf lax að undirgangast harkalega meðhöndlun. Mikil notkun lyfja í fiskeldi getur einnig leitt til ónæmis sníkjudýranna. Óvíst er hvaða áhrif mikil lyfjanotkun hefur á gæði þeirrar afurðar sem eldið skilar á matardiskinn. Þá má einnig nefna að eldislaxar vaxa mun hraðar en eðlilegt er í náttúrunni með þeim afleiðingum að hjarta þeirra er töluvert stærra en í villtum laxi. Getur það leitt til ýmissa kvilla og jafnvel til þess að hjartað springi. Mikilvægt er að líta til þessara þátta þegar rætt er um sjókvíaeldi með dýravelferð í huga. Atvinnulíf þarf að vera fjölbreytt Í umræðunni hefur því verið haldið á lofti að sjókvíaeldi sé nauðsynlegt fyrir byggðaþróun og atvinnuöryggi þeirra svæða þar sem eldið er stundað. Það má hins vegar ekki gleyma því að neikvæðar afleiðingar sjókvíaeldis á byggðaþróun gætu orðið margfaldar í samanburði við jákvæðar afleiðingar þegar villtir laxastofnar hnigna óumflýjanlega og deyja síðan út. Það hefði fyrirsjáanlegar afleiðingar á þær tekjur og atvinnu sem lax- og silungsveiði skilar af sér, sem og til afleiddra greina, svo sem veitingageirans og ferðaþjónustu. Tekjur af stangveiði á Vesturlandi eru nú 69 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Því er ekki hægt að horfa á tölur tengdar auknum íbúafjölda vegna fiskeldis í opnum sjókvíum í tómarúmi, heldur hver heildaráhrifin verða á samfélagið allt og umhverfið til lengri tíma. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin tryggi atvinnuöryggi með margskonar hætti á svæðum sem eiga undir högg að sækja á landsbyggðinni og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar. Við í Pírötum viljum að byggðir landsins blómstri og að það þyki eftirsóknarvert að búa úti á landi. Til þess þarf pólitískan vilja – og aðgerðir. Höfundar eru þingmenn Pírata.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun