Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 12:22 Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10
Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent