Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. október 2024 14:02 Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun