Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. október 2024 14:02 Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun