Dómarinn í Laugardalnum fór ekki eftir vinnureglum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2024 13:10 Sylwestrzak er ekki vinsæll á meðal Íslendinga sem stendur. Anton Brink/Anadolu via Getty Images Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur. Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn. Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn.
Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira