Neyðarástand - úrbætur strax Sigrún Hulda Steingrímsdóttir skrifar 17. október 2024 10:16 Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Aðstaða á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi Mér er algjörlega ofboðið að sjá þær aðstæður sem fárveiku fólki er boðið uppá á bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ég fór með manninum mínum með sjúkraflugi þangað núna í haust. Við komum á spítalann um miðja nótt. Sjúkrabörurnar voru keyrðar eftir upplýstum gangi eða göngum þar sem fárveikir sjúklingar lágu í röðum. Ekkert skýldi þeim fyrir umferðinni um ganginn. Það var svo þröngt að sjúkrabörurnar rákust óvart í eitt rúmið og sjúklingurinn sem þar lá hrökk upp. Að sjá þennan hræðilega aðbúnað sem hættulega veiku fólki er búið snart mig djúpt, eignlega jafn mikið og veikindi mannsins míns. En hann komst strax í öruggt skjól á gjörgæslunni í Fossvoginum og honum vegnar vel. Móttaka bráðmóttöku Landspítalans í Fossvogi er í litlu glerhýsi, þar sem bráðveiku fólki er boðið upp á að sitja þröngt á hörðum stólum. Rennihurð opnast í sífellu, þannig að það gustar beint inn á fólkið sem þar bíður. Móttakan þarf stærra pláss núna strax, þar sem er hlýtt og hvíldarstólar og teppi fyrir sjúklingana sem bíða eftir þjónustu. Þessar úrbætur þola enga bið. Sjúklingar sem hafa fengið fyrstu aðstoð á bráðamóttöku þurfa svo að komast strax í viðeigandi þjónustu í sjúkrastofum í stað þess að liggja á göngum sjúkrahússins. Það er ekki annað í boði en að laga þetta ástand á bráðmóttökunni. Vegna brunavarna er beinlínis hættulegt að þrengja svona að á göngum sjúkrahússins. Þessi aðbúnaður er alls ekki boðlegur hvorki fyrir sjúklinga, starfsfólk eða aðstandendur. Sjúklingar fá ekki ásættanlegan aðbúnað eins á ástandið er og starfsfólkið brennur út við þessar starfsaðstæður. Hér getur verið um líf og dauða að tefla. Það þarf úrbætur núna strax. Skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Að undanförnu hafa borist fréttir um að um 100 manns bíði eftir plássum á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Þetta aldraða fólk býr við óöryggi og óviðunandi aðstæður á yfirfullum sjúkrahúsum landsins og er einatt flutt á milli stofnanna. Þeir sjúklingar sem ættu að nýta plássin á sjúkrahúsunum liggja við algjörlega óboðlegar aðstæður á göngum sjúkrahúsanna, aðallega Landspítalans. Ég er viss um að það er hægt að finna gott húsnæði sem hægt að nýta sem hjúkrunarrými fyrir aldraða og skapa þannig rými fyrir sjúklinga sjúkrahúsanna. Þar þurfa allir að vinna saman að lausn, bæði heilbrigðisyfirvöld, sveitarfélög og þeir sem bera ábyrgð á einkarekstri hjúkrunarheimila. Þar sem það stendur mér nærri langar mig að hvetja Akureyrarbæ, heilbrigðisyfirvöld þar og Heilsuvernd, sem rekur hjúkrunarheimilin að vinna saman samkvæmt „Akureyrarmódelinu“ að því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu. Ég held að möguleikarnir leynist víða. Í Skjaldarvík, rétt utan Akureyrar var rekið öldrunarheimili til ársins 1998. Eftir það voru gerðar endurbætur á húsnæðinu og þar rekið gistiheimili til ársins 2022. Væri ekki vert að skoða hvort hægt væri að nýta Skjaldarvík sem hjúkrunarheimili á nýjan leik til að minnka biðlistana fyrir hjúkrunarrými. Eflaust eru fleiri möguleikar í boði á Akureyrarsvæðinu. Nú þarf að hefjast handa og finna lausn. Úrbætur strax Þessi tvö mál aðbúnaður á bráðmóttöku Landspítalans og skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða eru algjörlega óviðunandi. Ég bið ykkur ráðherra og þingmenn að kynna ykkur málið og setja ykkur í spor þessa fólks. Er þetta þjónusta sem ykkur þætti ásættanleg ef þið eða aðstandendur ykkar þyrftuð á bráðamóttöku eða hjúkrunarheimili að halda? Við erum ríkt land Ísland. Við eigum alveg fjármuni til að kippa þessu í liðinn. Það er ekki hægt að bíða fram yfir kosningar, þann 30 nóvember næstkomandi. Hefjumst handa strax. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar