Stjórnvöld bregðist við eggjaskorti með afnámi tolla Ólafur Stephensen skrifar 18. október 2024 11:45 Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun