Í upphafi kosningabaráttu Heimir Pálsson skrifar 18. október 2024 14:01 Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Sjá meira
Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun