Dæmi um að menntaðir kennarar nái ekki endum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2024 20:05 Kristín Björnsdóttir er kennari í Ingunnarskóla og formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Vísir/Einar Kennari segir suma kollega sína ekki ná endum saman og þurfi að vera í nokkrum vinnum. Þá séu fjölmargir sem hrökklist úr starfi vegna álags. Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira