Dæmi um að menntaðir kennarar nái ekki endum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2024 20:05 Kristín Björnsdóttir er kennari í Ingunnarskóla og formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Vísir/Einar Kennari segir suma kollega sína ekki ná endum saman og þurfi að vera í nokkrum vinnum. Þá séu fjölmargir sem hrökklist úr starfi vegna álags. Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira