Svikinn héri að hætti hússins — Ekki lýðræðisveisla Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2024 09:00 Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun