Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2024 06:20 Svandís Svavarsdóttir tók við Innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir hálfu ári, þann 10. apríl. Núna er Sigurður Ingi aftur tekinn við ráðuneytinu. Vilhelm Gunnarsson Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. „Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22