Innlent

Ás­mundur og Ólöf ræða stöðuna á Stuðlum og fram­boðs­listar Sjálf­stæðis­flokksins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Ekkert fæst gefið upp um eldsupptök í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést í gær. Barnamálaráðherra og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu koma í myndver til að ræða stöðuna í málaflokknum.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa lagt allt undir í baráttunni um annað sæti á lista flokksins í Kraganum, sem féll henni í skaut eftir spennuþrungna kosningu. Dagurinn var örlagaríkur fyrir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem fengu ekki sæti á lista í sínum kjördæmum. 

Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja meðferð í háþrýstiklefa hafa gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma tekið þátt í lífinu.

Við verðum í beinni útsendingu frá Hörpu, þar sem Víkingur Heiðar verður með tónleika ásamt Yuja Wang í kvöld. Eins verðum við í beinni frá bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×