Við verðum að viðhalda vegum Sigþór Sigurðsson skrifar 21. október 2024 15:00 Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun