Innlent

Sviptingar hjá Pírötum, sárir kennarar og ó­venju­leg verð­hækkun

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Línur eru farnar að skýrast í framboðsmálum flokkanna fyrir kosningar og brátt fer að verða ljóst hverjir munu berjast um sæti á Alþingi Íslendinga. Sviptingar eru á lista Pírata sem kynntu niðurstöður prófkjörs síðdegis í dag. Við verðum í beinni frá prófkjörsfögnuði Pírata og heyrum frambjóðendum.

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Við ræðum við forsætisráðherra sem segir að flokkar sem ætli að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í stöðu til að setja skilyrði.

Þá verðum við í beinni með fulltrúa verðlagseftirlits ASÍ sem segir verðhækkun á matvöru á milli mánaða óvenjulega. Verð hækkaði um eitt prósent eftir að hafa verið á niðurleið.

Við heyrum einnig í kennara sem sárnar málflutning Viðskiptaráðs og hefur á tilfinningunni að verið sé að grafa undan störfum þeirra. Auk þess kynnum við okkur nýjung í afgreiðslu skilríkja hjá Þjóðskrá og kíkjum í hundaþorp.

Í Sportpakkanum verður rætt við þjálfara Víkings sem er í leikbanni og í Íslandi í dag kynnir Sindri Sindrason sér líklega krúttlegasta þátt landsins; Dýraspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×