Innlent

Barn á gjör­gæslu, offframboð mið­aldra karla og hjartnæmir endur­fundir

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Eitt barn er á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar sem rakin er til leikskólans Mánagarðs. Alls liggja sex börn inni á Barnaspítala Hringsins og talið er að tólf séu með sýkinguna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við sérfræðilækni sem segir flest börnin mjög ung.

Þingmaður Pírata segist hafa fært sig niður um sæti vegna offramboðs miðaldra karlmanna. Við tökum stöðuna á pólitíkinni og framboðslistum sem eru að teiknast upp. Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum vill snúa aftur á þing og fornleifafræðingur er spenntur fyrir kosningaslag með Framsókn.

Þá heyrum við í kennurum sem lögðu Samband íslenskra sveitarfélaga í Félagsdómi í dag og ætla að óbreyttu að leggja niður störf eftir helgi. Formaður samninganefndar sveitarfélaganna mætir í myndver og fer yfir gang viðræðna í beinni.

Við verðum einnig í beinni með Sniglunum sem gagnrýna skort á viðhaldi á vegum landsins og funda í kvöld með Vegagerðinni og förum í leikhús og kynnum okkur mjög óhefðbundna sviðsmynd í beinni.

Í Sportpakkanum verður rætt við þjálfara landsliðs karla í handbolta sem er að undirbúa sig fyrir stórmót og í Íslandi í dag hittir Kristín Ólafsdóttir breska ferðamenn sem lentu í hræðilegu bílslysi á Íslandi í vor. Eftir langa sjúkrahúsvist og erfitt bataferli sneru þeir aftur til Íslands í mánuðinum til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina.

Þetta og margt fleira i opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×