„Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 19:01 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32