Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 25. október 2024 10:32 Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Í ljósi alls þess fjölda, sem vill stuðla að þessum fjölda framboða, þá hljóta sömu einstaklingar að vera í kjörstöðu til að hafa áhrif á stefnu framboðsins í kosningum. Í alltof langan tíma hefur landbúnaður átt undir högg að sækja en ótal tækifæri eru til staðar ef rétt er staðið að málum til að leysa þau úr læðingi. Því skiptir máli að þeir sem eru í framboði afli sér upplýsinga og sýni fram á raunhæfar lausnir, vilji þeir sækja atkvæði í hóp þeirra sem stunda landbúnað eða vinna við úrvinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Landbúnaður snýst ekki bara um bændur, afkomu þeirra og fjölda afleiddra starfa, heldur snýr þetta einnig að fæðuöryggi og svo matvælaöryggi. Hvað þarf til að vernda og efla íslenskan landbúnað? Afkoma og öryggi. Það er eflaust enginn sem mælir því í mót að bændur eigi að hafa tekjur til jafns við aðrar stéttir í samfélaginu. Nauðsyn nýliðunar og kynslóðaskipta. Það þarf að auðvelda nýliðun innan bændastéttarinnar sem og kynslóðaskipti. Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur. Rekstrarumhverfi bænda. Þrátt fyrir að vanskil bænda hjá lánastofnunum séu í lágmarki þá er lítið afgangs eftir að þeir hafa staðið við sínar skuldbindingar. Þannig er í raun ekkert eftir af heimilistekjunum eftir afborganir lána. Laun fyrir lífi er þannig réttlætismál fyrir bændur. Leiðandi hlutverk íslensks landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa fleiri ríki heims beint sjónum sínum í auknu mæli að fæðuöryggi sinnar þjóðar í ljósi ytri ógnanna og hafa verið að efla innlenda landbúnað. Viljum við ekki að svo verði einnig á Íslandi? Kjölfestuframlag landbúnaðar til þjóðarframleiðslu. Landbúnaður er undirstöðu atvinnuvegur og getur framleitt meira magn matvæla. Ekki síður er hann mikilvægur hlekkur í byggðafestu víða um land. Nauðsyn tollverndar til samræmis við nágrannaþjóðir okkar. Í öllum nágrannaríkjum okkar eða viðmiðunarlöndum fær landbúnaður opinberan stuðning og tollvernd. Aukin tollvernd er nauðsynleg og ódýrasta aðgerð ríkisstjórnar og hins opinbera hverju sinni, sé viljinn til staðar. Menntun og rannsóknir á sviði landbúnaðar. Það þarf að fjárfesta í rannsóknum á sviði landbúnaðar – það eru ótal góðar hugmyndir til en þær verða ekki að veruleika nema þær fái stuðning til að verða að veruleika. Spekileki á sviði landbúnaðar hefur reynst mörgum samfélögum dýr þegar á hólminn er komið. Upprunamerkingar og orðspor innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Neytendur um allan heim gera stórauknar kröfur um upplýsingar og rekjanleika afurða á komandi árum. Innlendur landbúnaður býr við þróað skýrsluhaldskerfi sem býður uppá mikil tækifæri í frekari þróun á upprunamerkingum matvara. Við höfum „Íslenskt staðfest“ sem er staðfesting á því að þú kaupir íslenskt, þegar þú velur íslenskt. Hvað vill þjóðin í þeim efnum? Það er hægt að tína fleiri atriði til sem hafa áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar á komandi árum. Mestu skiptir að frambjóðendur og stjórnmálaflokkar setji sig inní málin og hafi raunhæfar og framkvæmanlegar lausnir sem skila árangri strax. Frambjóðandi góður sama hvar í flokki þú ert staddur – settu þig nú vel inní málefni landbúnaðar því umbúðir án innihalds eru ekki vænlegar til árangurs á komandi árum. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar