Innviðaskuldin mikla Grímur Atlason skrifar 26. október 2024 14:17 Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Síðustu misseri höfum við heyrt fréttir af fráflæðisvanda, biðlistum eftir aðgerðum og miklum erfiðleikum á bráðamóttöku. Því miður eru þetta ekki nýjar fréttir eða nýuppgötvaður vandi: þetta hefur verið svona um árabil. Sorglegar fréttir úr geðheilbrigðiskerfinu undanfarna daga og vikur opinbera neyð á öllum stigum kerfisins. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Við ákváðum að setja þessi mál ekki ofar á forgangslistann. Heilbrigðismál – innviðaskuld Ef við skoðum opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VFL.) sl. 10 ár á Íslandi annars vegar og Danmörku og Svíþjóð hins vegar þá blasir stærsta skýring á stöðunni við. Á meðfylgjandi mynd má sjá þetta hlutfall á Íslandi og í Svíþjóð og Danmörku og einnig hvernig þetta ætti að vera á Íslandi að teknu tilliti til þess að það er hlutfallslega dýrara að reka heilbrigðiskerfi hér vegna smæðar landsins (sjá mynd 1). Mynd 1 - Hlutfall til heilbrigðismála af VLF. gögn frá Hagstofu Íslands, OECD og Danmarks statistik. Á þessari mynd sést að útgjöld Svíþjóðar á þessum áratug í heilbrigðiserfið voru að meðaltali 21,6% hærri en Íslands og útgjöld Danmerkur voru 15,9% hærri. Ef við hefðum tekið tillit til þess hve óhagkvæmt það er að reka heilbrigðiskerfi í jafn litlu landi og Ísland er þá hefðum við sett að meðaltali 31% hærra hlutfall af VLF í heilbrigðiskerfið en við gerðum þennan áratug. Veitið þið athygli að framlag Íslands er að meðtöldu fjármagni sem fer í byggingu nýs Landspítala sem útskýrir aukninguna til málaflokksins sl. fimm ár. Áratugalöng vanræksla okkar þýðir að innviðaskuldin er mörghundruð milljarðar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu há þessi skuld er sl. 10 ár (sjá mynd 2). Skuld við geðheilbrigðiskerfið samtals. Það gefur augaleið að heilbrigðiskerfið styrkist ekki á meðan það vanfjármagnað um meira en 50 milljarða ár hvert. Geðheilbrigðismál – innviðaskuld Geðheilbrigðismál á Íslandi eru metin um 25% af umfangi heilbrigðiskerfisins. Af heildarupphæð sem sett er í heilbrigðismál fara 4,9% í geðheilbrigðismál. Það segir sig sjálft að þarna vantar mikið upp á. Það er þó ekki þannig að geðheilbrigðismál ætti að fá 25% hluta framlagsins, eins og umfangið segir til um, þar sem margt innan kerfisins er miklu dýrara en t.d. hefðbundin meðferð á geðdeild. Þannig kostar svo dæmi sé tekið nótt á gjörgæslu umtalsvert meira en nótt á deild 33-C. Það er hins vegar ljóst að 4,9% er allt of lítið. Í Svíþjóð og Danmörku er þetta hlutfall í kringum 10-12%. Ef við gefum okkur að hlutfallið ætti að vera 11% og notum sömu aðferð og við útreikningana hér á undan þá er niðurstaðan þessi (sjá mynd 3). Skuld við heilbrigðiskerfið samtals. Sorglegar og alvarlegar afleiðingar Afleiðingar þess að hafa svelt heilbrigðiskerfið um 500 til 552 milljarða og þar af geðheilbrigðiskerfið um 173 til 190 milljarða eru allt um kring. Við sjáum þær m.a. í starfsmannaveltu, mönnunarvanda, flótta úr heilbrigðisstéttum, biðlistum, fráflæðisvanda, þjónustuleysi, læknamistökum og ójöfnuði sem fylgir fjársveltu heilbrigðiskerfi. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa líka við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Þegar stjórnmálamenn mæta núna fyrir kosningar og tromma það upp að hælisleitendur séu stóri vandinn í íslensku samfélagi þá eru þeir að afvegaleiða umræðuna. Það er ekki vegna þeirra sem maður er enn innilokaður á réttargeðdeild fimm árum eftir að læknir mat hann hæfan til að flytja í sérútbúið búsetuúrræði. Það er ekki vegna þeirra að fólk er flutt hreppaflutningum á milli landshluta vegna úrræðaleysis. Það er ekki vegna þeirra sem við látum einkaaðila um að reka vistun fyrir börn í vanda þrátt fyrir alvarlegar ábendingar um ágalla á starfseminni m.a. frá umboðsmanni Alþingis sl. sumar. Það er ekki vegna þeirra að tilkynningar til barnaverndar um börn sem beita ofbeldi jukust um 133% á milli áranna 2016 og 2023 og meiriháttar og stórfelldar líkamsárásir ungmenna jukust um 188% frá 2019 til 2023. Það er ekki vegna þeirra sem bið eftir að komast til geðlæknis er 12 til 18 mánuðir. Það er ekki vegna þeirra að geðdeildum er lokað yfir sumarmánuðina. Það er ekki vegna þeirra sem Stuðlar skertu þjónustu í sumar. Það er ekki vegna þeirra sem helsta dánarorsök ungs fólks er of stór skammtur eða sjálfsvíg. Það er ekki vegna þeirra sem fólk með fíknivanda deyr á biðlistum. Það er ekki vegna þeirra sem börn eru skilin eftir í óboðlegum aðstæðum og aðstandendur þeirra fá ekki aðstoð. Það er ekki vegna þeirra sem biðlisti eftir hjúkrunarheimilum er jafn langur og raun ber vitni. Það er ekki vegna þeirra sem húsnæði geðdeilda á Íslandi er geðfjandsamlegt. Það er ekki vegna þeirra sem geðheilbrigðisþjónusta við fanga er nær engin. Þessi listi er svo miklu, miklu lengri. Þarna má sjá afleiðingar þess að við sem samfélag ákváðum að heilbrigðismál og þá sérstaklega geðheilbrigðismál voru ekki sett í forgang. Stjórnmálamenn hunsuðu 85 þúsund undirskriftir Íslendinga árið 2016, í söfnun sem Kári Stefánsson stóð fyrir, þar sem farið var fram á að útgjöld til heilbrigðismála yrðu 11% af VFL. Þess vegna er staðan svona. Þetta eru staðreyndirnar. Þetta eru afleiðingarnar. Þetta er innviðaskuldin mikla. Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Síðustu misseri höfum við heyrt fréttir af fráflæðisvanda, biðlistum eftir aðgerðum og miklum erfiðleikum á bráðamóttöku. Því miður eru þetta ekki nýjar fréttir eða nýuppgötvaður vandi: þetta hefur verið svona um árabil. Sorglegar fréttir úr geðheilbrigðiskerfinu undanfarna daga og vikur opinbera neyð á öllum stigum kerfisins. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Við ákváðum að setja þessi mál ekki ofar á forgangslistann. Heilbrigðismál – innviðaskuld Ef við skoðum opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VFL.) sl. 10 ár á Íslandi annars vegar og Danmörku og Svíþjóð hins vegar þá blasir stærsta skýring á stöðunni við. Á meðfylgjandi mynd má sjá þetta hlutfall á Íslandi og í Svíþjóð og Danmörku og einnig hvernig þetta ætti að vera á Íslandi að teknu tilliti til þess að það er hlutfallslega dýrara að reka heilbrigðiskerfi hér vegna smæðar landsins (sjá mynd 1). Mynd 1 - Hlutfall til heilbrigðismála af VLF. gögn frá Hagstofu Íslands, OECD og Danmarks statistik. Á þessari mynd sést að útgjöld Svíþjóðar á þessum áratug í heilbrigðiserfið voru að meðaltali 21,6% hærri en Íslands og útgjöld Danmerkur voru 15,9% hærri. Ef við hefðum tekið tillit til þess hve óhagkvæmt það er að reka heilbrigðiskerfi í jafn litlu landi og Ísland er þá hefðum við sett að meðaltali 31% hærra hlutfall af VLF í heilbrigðiskerfið en við gerðum þennan áratug. Veitið þið athygli að framlag Íslands er að meðtöldu fjármagni sem fer í byggingu nýs Landspítala sem útskýrir aukninguna til málaflokksins sl. fimm ár. Áratugalöng vanræksla okkar þýðir að innviðaskuldin er mörghundruð milljarðar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu há þessi skuld er sl. 10 ár (sjá mynd 2). Skuld við geðheilbrigðiskerfið samtals. Það gefur augaleið að heilbrigðiskerfið styrkist ekki á meðan það vanfjármagnað um meira en 50 milljarða ár hvert. Geðheilbrigðismál – innviðaskuld Geðheilbrigðismál á Íslandi eru metin um 25% af umfangi heilbrigðiskerfisins. Af heildarupphæð sem sett er í heilbrigðismál fara 4,9% í geðheilbrigðismál. Það segir sig sjálft að þarna vantar mikið upp á. Það er þó ekki þannig að geðheilbrigðismál ætti að fá 25% hluta framlagsins, eins og umfangið segir til um, þar sem margt innan kerfisins er miklu dýrara en t.d. hefðbundin meðferð á geðdeild. Þannig kostar svo dæmi sé tekið nótt á gjörgæslu umtalsvert meira en nótt á deild 33-C. Það er hins vegar ljóst að 4,9% er allt of lítið. Í Svíþjóð og Danmörku er þetta hlutfall í kringum 10-12%. Ef við gefum okkur að hlutfallið ætti að vera 11% og notum sömu aðferð og við útreikningana hér á undan þá er niðurstaðan þessi (sjá mynd 3). Skuld við heilbrigðiskerfið samtals. Sorglegar og alvarlegar afleiðingar Afleiðingar þess að hafa svelt heilbrigðiskerfið um 500 til 552 milljarða og þar af geðheilbrigðiskerfið um 173 til 190 milljarða eru allt um kring. Við sjáum þær m.a. í starfsmannaveltu, mönnunarvanda, flótta úr heilbrigðisstéttum, biðlistum, fráflæðisvanda, þjónustuleysi, læknamistökum og ójöfnuði sem fylgir fjársveltu heilbrigðiskerfi. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa líka við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Þegar stjórnmálamenn mæta núna fyrir kosningar og tromma það upp að hælisleitendur séu stóri vandinn í íslensku samfélagi þá eru þeir að afvegaleiða umræðuna. Það er ekki vegna þeirra sem maður er enn innilokaður á réttargeðdeild fimm árum eftir að læknir mat hann hæfan til að flytja í sérútbúið búsetuúrræði. Það er ekki vegna þeirra að fólk er flutt hreppaflutningum á milli landshluta vegna úrræðaleysis. Það er ekki vegna þeirra sem við látum einkaaðila um að reka vistun fyrir börn í vanda þrátt fyrir alvarlegar ábendingar um ágalla á starfseminni m.a. frá umboðsmanni Alþingis sl. sumar. Það er ekki vegna þeirra að tilkynningar til barnaverndar um börn sem beita ofbeldi jukust um 133% á milli áranna 2016 og 2023 og meiriháttar og stórfelldar líkamsárásir ungmenna jukust um 188% frá 2019 til 2023. Það er ekki vegna þeirra sem bið eftir að komast til geðlæknis er 12 til 18 mánuðir. Það er ekki vegna þeirra að geðdeildum er lokað yfir sumarmánuðina. Það er ekki vegna þeirra sem Stuðlar skertu þjónustu í sumar. Það er ekki vegna þeirra sem helsta dánarorsök ungs fólks er of stór skammtur eða sjálfsvíg. Það er ekki vegna þeirra sem fólk með fíknivanda deyr á biðlistum. Það er ekki vegna þeirra sem börn eru skilin eftir í óboðlegum aðstæðum og aðstandendur þeirra fá ekki aðstoð. Það er ekki vegna þeirra sem biðlisti eftir hjúkrunarheimilum er jafn langur og raun ber vitni. Það er ekki vegna þeirra sem húsnæði geðdeilda á Íslandi er geðfjandsamlegt. Það er ekki vegna þeirra sem geðheilbrigðisþjónusta við fanga er nær engin. Þessi listi er svo miklu, miklu lengri. Þarna má sjá afleiðingar þess að við sem samfélag ákváðum að heilbrigðismál og þá sérstaklega geðheilbrigðismál voru ekki sett í forgang. Stjórnmálamenn hunsuðu 85 þúsund undirskriftir Íslendinga árið 2016, í söfnun sem Kári Stefánsson stóð fyrir, þar sem farið var fram á að útgjöld til heilbrigðismála yrðu 11% af VFL. Þess vegna er staðan svona. Þetta eru staðreyndirnar. Þetta eru afleiðingarnar. Þetta er innviðaskuldin mikla. Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun