Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2024 11:55 Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs segir starfsmenn bíða frétta um það hvort þau geti opnað í vikunni og hvaðan sýkingin kemur. Vísir/Einar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40
Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39
Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16