300 milljónir á dag Aðalsteinn Leifsson skrifar 28. október 2024 14:32 Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun